Vinamót 2007 - Tímasetningar

Dregið verður í keppnisröð laugardaginn 31. mars kl: 19.30 í félagsherbergi skautahallarinnar á Akureyri.

Mótið er sett 8:00 á Sunnudeginum 1. apríl og líkur kl: 13:10 með Pizzuveislu fyrir keppendur, starfsmenn móts, keppnisliða og þjálfara.

Kær kveðja

Stjórn SA

Æfingar falla niður

Allar æfingar falla niður á laugardag  og sunnudag.

2. flokkur

Á mánudaginn 2/4 færast æfingar hjá 2 hóp til kl: 17:00 og 5 hópur kl:18:00 og M hópur kl:19:00. Páskafrí hjá 1 og 2 hóp er til 11. apríl. Fylgist með á netinu með æfingar yfir páskana.  Gleðilega páska :-)

Smá breyting á tímatöflu á föstudag nk.

Föstudaginn næsta 30. mars mætir 3. hópur milli 16 og 17 í stað FG hóps. Þetta er aukaæfing fyrir Vinamótið sem fram fer um helgina. Allir skulu mæta í keppniskjólum/fötum með hárið fallega greitt. Rennt verður í gegnum dansana hjá öllum, þannig að einn og einn dansar í einu. FG hópur fær þennan tíma bættan upp sem allra fyrst. Fylgist með heimasíðunni.

Týndur sími

Halló! S.l. laugardag meðan F og G og M hópar voru á æfingu tapaðist Samsung samloku gsm sími. Ef einhver hefur rekist á hann eða tekið í misgripum hafið samband við Guðný Ósk í síma 462-5804

Ferðasjóður íþróttafélaga í höfn.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga í samræmi við tillögur nefndar sem menntamálaráðherra fól að fjalla um ferðakostnað íþróttafélaga.

Eftirfarandi frétt birtist á vef menntamálaráðuneytisins og er birt hér óbreytt.

Vinamót - keppendur SA

Þann 1. apríl verður Vinamótið haldið hér í höllinni.  Á mótinu keppa iðkendur í C flokkum frá SA, Birninum og SR.  Þeir keppendur frá SA sem hafa kost á því að keppa eru:

8 ára og yngri C
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
Særún Halldórsdóttir
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
Sara Júlía Baldvinsdóttir
Arney Líf Þórhallsdóttir

10 ára og yngri C
Elva Karítas Baldvinsdóttir
Katrín Birna Vignisdóttir
Hrafnhildur Lára Hrafnsdóttir
Aldís Rún Ásmundsdóttir
Berghildur Þóra Hermannsdóttir
Aldís Ösp Sigurjónsdóttir
Steinunn Alda Gunnarsdóttir

9 ára og yngri drengir
Stefán Ásgeir Eyfjörð Ásgeirsson

12 ára og yngri C
Halldóra Hlíf Hjaltadóttir
Sólbjörg Jóna Sigurpálsdóttir
Freydís Björk Kjartansdóttir
Snjólaug Vala Bjarnadóttir
Hildigunnur Larsen

Iðkendur fengu bréf heim á miðvikudaginn á æfingu sem skila á í dag í síðasta lagi.  Ef einhverjir hafa ekki fengið miða þá skulu þeir hringja í Helgu þjálfara í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin).

Það er mikilvægt að allir fari að huga að keppnisklæðnaði.

Stelpur:  skautakjóll, húðlitaðar skautasokkabuxur sem fást í Skíðaþjónustunni, fallega greitt hár, spreyjað vel og allt hár fest upp, flíspeysa til að hita upp í, ekki með hettu og muna eftir plasthlífunum á skautablöðin.

Strákar: Svartar buxur og skyrta eða þröngur bolur.  Hárið vel greitt frá andliti, flíspeysa til að hita upp í, ekki með hettu.

Einnig er gott að taka með sér létt nesti til að borða áður en keppt er, t.d. vínber og eitthvað að drekka.  Svo er líka mjög mikilvægt að fara snemma að sofa kvöldið fyrir keppni og borða morgunmat á keppnisdaginn.

Kveðja Helga Margrét

Afísæfingar falla niður á morgun Mánudag

Þar sem Sarah er með Íslenska kvennaliðið á HM falla afís æfingar niður næstu tvo mánudaga. 

SA - Björninn; 10 - 3

Sigurinn í gær var okkur mikilvægur því stefnan hefur verið sett á heimaleikjaréttinn fyrir úrslitakeppnina.  Við vissum þó að leikurinn gæti orðið erfiður enda gengi liðsins verið helst til brokkgengt nú seinni hluta tímabils.  Eftir tap Bjarnarins gegn SR í síðustu viku var það ljóst að Björninn myndi ekki ná okkur að stigum og því tryggt að við færum í úrslit á móti Skautafélagi Reykjavíkur.  Eitthvað hefur það dregið úr áhuga leikmanna Bjarnarins því þeir mættu hingað norður aðeins með 8 útileikmenn og minntu þar talsvert á Narfa heitinn... ekki leiðum að líkjast.

SA- Björninn mfl. 10 - 3

Lokatölur leiks SA og Bjarnarins í Skautahöllinni á Akureyri urðu 10 mörk SA gegn 3 Bjarnarins.