C mót

Foreldrafélagið auglýsir eftir foreldrum til að baka fyrir C mótið. Þetta er til styrktar fyrir iðkendur okkar. Upplýsingar gefur Inga í síma 461-1775 eða 869-2406 eftir kl: 14:00

Skilaboð frá Helgu

Ég vil minna alla iðkendur á að mæta í viðeigandi klæðnaði á af-ís tímana, góðum íþróttaskóm, hlýjum íþróttafötum og með hárið í tagli.  Það verður mætingalisti í gangi og fyrir þá sem verða í lok tímabils með yfir 95 % mætingu verður glaðningur.  Munið að mæting í þessa tíma hefur áhrif á flokkaskiptingu fyrir næsta tímabil!  Einnig vil ég benda bæði foreldrum og iðkendum á það að sumir er ítrekað að mæta seint.  Þetta er vanvirðing við bæði þjálfara og aðra iðkendur og líka mjög truflandi og vil ég biðja þá sem hlut eiga að máli að reyna að koma á réttum tíma framvegis!

Helga Margrét

S.A. vs Björninn 24 mars.

Loksin loksins....

Úrslit úr leikjum helgarinnar

2.flokks leikirnir fóru 9-2 og 6-3 fyrir SA og 3.flokks leikirnir enduðu 4-7 fyrir SR sá fyrri og sá seinni með jafntefli 3-3.

C mót 1. apríl

Vinamót c flokka verður 1. apríl n.k. Þá fáum við Sunnanfélögin í heimsókn. Nánari upplýsingar um leið og þær verða tilbúnar.

Enginn sporatími í fyrramálið

Það er enginn sporatími í fyrramálið þar sem að krulluhópur fær ístímann okkar!

Foreldrafundur

Munið foreldrafundinn í kvöld 18/3. Þar verður kynnt þjálfaramál fyrir 3,4,5 og M hóp. Stjórn listhlaupadeildar

Dagskrá Helgarinnar

Talsvert er um að vera í Skautahöllinni þessa helgina hjá hokkífólki og hér er helgardagskráin svona til glöggvunar.

Laugardagur 17 Mars.
 kl.8-10           Landsliðsæfing
 kl.10-11         Byrjendur.
 kl.17-20         SA-SR 2 flokkur.
 kl.20-22.30    SA-SR 3 flokkur.
Sunnudagur 18 mars. 
 kl.7-9                Leikur Landslið-urval.
 kl.9.15-1130      SA-SR 3 flokkur
 kl.11.30-14.00   SA-SR 2 flokkur.
 kl.17.10-18        7 fl.
 kl.18.10-19        5-6 fl.

Leikir í 2. og 3. flokki um helgina.

Um helgina hefst keppni aftur og að þessu sinni eru það 2. og 3. flokkur SR sem heldur norður yfir heiðar til keppni við SA-menn. Í 2. flokki hefst leikurinn á laugardag klukkan 17.00 og leikur 3. flokks strax á eftir og á sunnudeginum hefjast menn handa klukkan 11.10.    ÁFRAM S.A.!!!!

Heimsmeistaramót kvenna á íslandi 2008??

Á hinni mögnuðu síðu akureyri.net má finna heldur góða frétt sem mun vonandi rætast.