--- Tekið af vef ÍHÍ ---

24.03.2005
Pistill frá Rúmeníu

Hér kemur smá pistill frá Rúmeníu, hann var skrifaður í fyrradag en mjög erfiðlega hefur gengið að komast í internetsamband.

Ferðalagið hingað út gekk ágætlega fyrir utan smávægilegar tafir hér og þar vegna öryggisráðstafana á flugvöllum. Þrátt fyrir að hafa tékkað töskur liðsins alla leið frá Keflavík til Búkarest fóru nokkrar út í París en sem betur fer rákum við augun í þær og gátum tekið þær með okkur. Þegar á leiðarenda var komið kom þó í ljós að ein taska hafði glatast, ferðataskan hans Steinars Páls. Hún er nú fundin er á leið til okkar.

Æfingar um páskana!

Styðjum Stelpurnar !!

Kvennalandsliðið leggur á þriðjudaginn upp í langt og strangt ferðalag til að taka þátt í heimsmeistarakeppni í fjórðu deild. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingar tefla fram kvennalandsliði í alþjóðlegri íshokkíkeppni. Keppnin er haldin í Dunedin á Otago á Nýja Sjálandi. Það eru tæplega 18000 kílómetrar (eins og krákan flýgur) sem stelpurnar eiga eftir að ferðast til að komast á keppnisstað (og annað eins heim :-) ). Þetta er lengsta keppnisferðalag sem íslenskt landslið í íshokkí hefur lagt upp í.

Eins og fram hefur komið hér á síðunni spilaði kvennalandsliðið æfingaleik við Gulldrengi SA sl. laugardag. Þá var tækifærið notað til að safna smá pening fyrir stelpurnar.

Myndir af kvennalandsliðinu og OldBoys

Smelltu hér til að skoða myndir af stelpunum á æfingu og hér til að skoða myndir frá leik kvennanna og gulldrengjanna

Ungverjaland - Ísland 7 - 2

Strákarnir okkar áttu í erfiðleikum með Ungverjana eins og búist var við fyrirfram. Ungverjar eru með firnasterkt lið nú eins og svo oft áður. Lokastaðan í leiknum var 7-2 (2-1, 5-0, 0-1). Birkir okkar skoraði seinna mark íslenska liðsins.

Ísland vs Ungverjaland.

Já strákarnir okkar í u18 spila gegn ungverjum í dag, ungverjar eru með gríðar sterkt lið og fróðlegt verður að sjá hvernig leikurinn fer. ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!

U18 ára liðið hélt utan til Rúmeníu í gær

Tekið af vef ÍHÍ

kvennaliðið vs old boys

Landslið kvenna tapaði leik sínum gegn oldboys lokatölur 3-8. Leikurinn var liður í söfnun fyrir ferð þeirra til nýja sjálands sem verður farin á næstu dögum. Leikurinn var ágætis skemmtun á að horfa og höfðu bæði lið bara gaman af þessu. ÁFRAM ÍSLAND!!!

Ágætis afþreying

http://www.freeworldgroup.com/games/knock/index.html

Landliðskonur og Gulldrengir SA næsta Laugardag

Á Laugardaginn kl. 18.30 mun Kvennalandsliðið hans Denna taka Gulldrengi SA í kennslustund að hætti Dr.Hook í Skautahöllini á Akureyri. En svona að öllu gríni slepptu þá má eiga von á hörku góðri skemmtun og um leið er verið að styrkja stelpurnar til farinnar því að allur aðgangseyrir rennur til kvennalandsliðsins.