Kvennalandsliðið spilar æfingaleiki á Akureyri!

Í undirbúningi er leikur milli kvennalandsliðsins og gulldrengjanna úr SA. Þessi lið áttust við á laugardaginn var í skemmtilegum leik.

Af suðurferðum

Um síðustu helgi hittust Gulldrengir úr liðum SA SR og Bjarnarins og léku um Sveinsbikarinn.

Stanislav fækkar í hópnum

Stanislav Berger landsliðsþjálfari karlalandsliðsins var mað æfingabúðir á Akureyri um helgina, í gærkvöldi fækkaði hann í landsliðshópnum niður í 24 en endanlegur hópur verður 22 þannig að enn á eftir að fækka um 2 þeir verða teknir út u.þ.b. viku fyrir brottför

Breyting á æfingatíma 6., 7. flokks og skautaskóla

Vegna leiks í mfl.karla á sunnudagsmorguninn 13. mars færast æfingar 6.,7. og skautaskóla til kl.19.00 sama dag og 4. og 5. til kl. 20.00 .

hokkiveisla næstu helgi!!

Já nóg verður um hokki um komandi helgi. Því þá mætast Narfi og SR á Akureyri fyrri leikurinm kl 17:00 á laugardag og seinni leikurinn kl 10:00 á sunnudag . Old boys fara suður yfir heiðar og etja kappi við S.R. og Björninn um Sveinsbikarinn mikla, og loks verða landsliðsæfingar hjá karlalandsliðinu um helgina á akureyri. Þannig að nóg af hokki og hvetjum við áhugafólk um hokki að kíkja einhverjar hallirnar og skoði smá hokki. guð blessi ykkur og kviss kvam búmm!!

3.flokkur og kvennaflokkur leikjum frestað

Leikjum SA í kvennaflokki og 3.flokki sem vera áttu fyrir sunnan um helgina hefur verið frestað í bili

MYNDIR 5. 6.&7.fl.mót í Laugardal MYNDIR

Hægt er að sjá myndir úr ferðinni með því að smella á dagana. Föstudagur - Laugardagur - Sunnudagur

Nýjar myndir!

Nýjar myndir komnar frá öskudeginum og Íslandsmóti barna og unglinga...fleiri væntanlegar bráðlega! :)

Breyting á æfingatímum hjá 5. flokki-Græna hópnum!

Vegna barna í 5. flokki (græna hópnum)!

Það verður breyting á æfingatímum hjá græna hópnum til frambúðar frá og með laugardeginum 12. mars 2005.

Nýju æfingatímarnir eru:

Miðvikudagar frá 5-6 og laugardagar frá 12-13.

Við vonum að allir verði ánægðari með þetta fyrirkomulag

Kv. Þjálfarar og stjórn.

U18 valið.

Sergei Zak, þjálfari U18 ára landsliðs Íslands í íshokkí hefur valið endanlegan 20 manna hóp sem halda mun utan 20. mars til þátttöku í heimsmeistaramótinu. Leikmenn liðsins eru: