Árshátíð i kvöld

Jæja lesendur góðir. Í kvöld eru herlegheitin. Fyrsta sameiginlega árs- og uppskeruhátíð SA og Narfa. Narfarnir ríða á vaðið sem gestgjafar.

Nú koma allir sem vettlingi geta valdið. Leikmenn, frændur frænkur, foreldrar, forráðamenn og stuðningsmenn SA og Narfa. 

Vorþing IIHF

Þá eru fulltrúar ÍHÍ komnir heim af vorþingi IIHF sem haldið var í Austuríki samhliða Heimsmeistarakeppninni. Væntanlega verða fréttir af þinginu á  heimasíðu ÍHÍ á næstu dögum en þó hefur lekið út að ÍHÍ fékk Heimsmeistarakeppnina í 3. deild karla að ári og verður hún líklega í apríl mánuði! Þetta eru frábærar fréttir en eins og menn muna vorum við gestgjafar bæði árið 2000 og svo aftur 2004.

Tékkar og Kanadamenn í úrslit!!!

þá er það ljóst hverjir keppa um gullið en það verða Kanadamenn og Tékkar.   Rússar kepptu um bronsið við Svía, og hreinlega slátruðu svíunum. 6-3.

Úrslitaleikurinn milli KANADA og TÉKKLANDS, verður síðan sýndur  í Sjónvarpinu(RÚV), kl. 24:00 í kvöld (upptaka). Við mælum með að hokkí unnendur horfi á þennan leik. Því öll vitum við að ekki er sýnt hokki í sjónvarpinu á hverjum degi......eða ári.  

Íshokkí í sjónvarpinu!

Minnum á að í dag eru sýndir undanúrslita-leikirnir frá HM 2005 í Austurríki, annarsvegar núna kl. 14:00 og svo skömmu fyrir kl. 01:00 í nótt!

HM 2005 í Austurríki

Kanadanir, Rússar, Svíar og Tékkar í undanúrslit

ÁRSHÁTÍÐ!!!!!!!!!!

ÁRSHÁTÍÐ OG EVROVISJÓN PARTY NARFA OG SKAUTAFÉLAGS AKUREYRAR!!
Árshátíðin verður haldin á Fiðlaranum 4. hæð laugardaginn 21.maí. Húsið opnar kl 19:45 og mun matur hefjast kl 20:30. Evrovisjón verður sýnt á breiðtjaldi, einnig munu feðgarnir Jónsteinn og Elvar sjá um að skemmta fólki. FÍLLINN fyndnasti maður íslands kemur og verður með smá uppistand. Við hvetjum alla að mæta og sletta ærlega úr klaufunum. Miðaverð er kr.3500 á kjaft. Miðapantanir eru í síma 461-3222 hjá Helga og svo hjá Hédda 893-2282. Allir að MÆÆÆÆÆÆÆTAAAAAAAAA!!!!!!!!!!!EINNIG VERÐA VERÐLAUN VEITT TIL LEYKMANNA

HM í íshokki hófst um helgina!!!

Heimsmeistaramótið í íshokkí hófst á laugardaginn í Vín í Austurríki. Kanadamenn, sem eru tvöfaldir heimsmeistarar, unnu Litháa, 5-4, og Rússland vann Austurríki, 4-2. Flestir hallast að sigri Kanadamanna á mótinu, sem er kærkomin tilbreyting fyrir áhugamenn um íshokkí þar sem keppni í bandarísku NHL-deildinni lá niðri í vetur vegna verkfalls.

Íslandsmeistaratitillinn í höfn

Í kvöld sigraði mfl. SA þriðja leikinn sinn í úrslitakeppninni með 7 mörkum gegn 1 og eru þar með orðnir ÍSLANDSMEISTARAR enn einu sinni. Myndir, Klippur.

Dómur Dómsstóls ÍSÍ fellur Skautafélagi Akureyrar í vil.

Sjá frétt á vef ÍHÍ hér

ATH. MISRITUN Í ANNARI DAGSKRÁNNI

Það hefur misritast í annari dagskránni að leikurinn á morgun verði kl.17.00 en það er rangt hann verður kl 20.00