S.A. stelpur unnu

S.A. stelpur spiluðu við Björninn í Egilshöll í dag kl.16.15 og unnu 4 -2. Solla með þrennu og Gugga með eitt

Myndir frá narfi - S.A. 4.des.

Smelltu hér til að skoða myndir frá leiknum

S.A. VANN!!!!

S.A. vann seinni leikinn 8-5. SA menn voru smá tíma í gang, á meðan skoruðu Narfa menn 4 mörk gegn 1 S.A. manna. EN eftir það tóku S.A. menn hreinlega öll völdin á ísnum, lokastaðan 8-5 og sigurinn aldrei í hættu. Narfi spilaði þó án þeirra, Ville, Sigurð "sjöu" og Hédda. Í marki S.A. spilaði hann Ómar Smári og átti hann stór leik í markinu. S.A. spilar næst við S.R. 18.des í vík kennd við reyk. Svipmyndir úr leiknum verða í helgarsportinu á stöð 1.

S.A. tapaði fyrri leiknum!!!

Já S.A. reið ekki feitum hesti gegn Narfa í gær"nótt". S.A. tapaði 11-3. S.A. spilaði án Mike, Jan og Tibors og má því segja að meðalaldurinn hafi minkað töluvert. Sæmundur Leifsson markmaður var að spila sinn fyrsta leik og gerði hann það vel. Næsti leikur er kl 17:00 í dag og ætla S.A. menn sér að gera betur en í gær. ÁFRAM S.A.!!

NHL Stjörnur.

En fjölgar NHL leikmönnum til Evrópu og eru þeir að nálgast 300. Hér getið þið séð listann með nöfnum þeirra sem eru komnir.http://www.iihf.com/news/iihfpr8704.htm

S.A. vs Narfi

Í kvöld eigast við S.A. og Narfi, leikurinn hefst kl 10:00 og búast má við hörkuleik. Narfi hefur sýnt það í vetur að á góðum degi ef liðið er vel stemmt, þá geta þeir unnið hvaða lið sem er. Við hvetjum fólk til að troðfylla höllina og horfa á norðan liðin etja kappi. Seinni leikur liðanna verður síðan á morgun kl17:00 ÁFRAM S.A.

VANTAR MYNDIR

Ef þú lesandi góður átt myndir eða veist um einhvern sem tók myndir á Mfl. leikjunum um síðustu helgi þætti mér vænt um að fá myndir eða ábendingar á netfangið myndir@sasport.is

Suðurferð 4.flokks um síðustu helgi

Ferðin suður í Egilshöll á 4.flokks mót, sem er 1. hluti íslandsmóts, um síðustu helgi tókst í alla staði vel og var öllum sem þátt tóku til mikillar ánægju og sóma. Smelltu HÉR til að skoða úrslit leikja og svo HÉR til að skoða myndir úr ferðinni.

Leikir helgarinnar

Leikir helgarinnar við Narfa verða á föstudagskvöldið kl. 21.45 og á laugardaginn kl. 17.00 í Skautahöllinni á Akureyri.

og S.A. vann seinni leikinn!!

Já gott fólk S.A. vann seinni leikinn örugglega 8-4. Leikurinn spilaðist svipað og svo fyrri, en heldur meiri harka var í þessum leik. Óvist er hvort Tibor Tatar verður með í næsta leik því hann nældi sér í sturtu dóm þegar hann og Sergei Zak ákvöðu að stíga nettan dans. En næst á daskrá eru leikir við Narfa og munu þeir spilast á fimmtudaginn næsta og svo á laugardag.