21.01.2024
SA eru deildarmeistarar 2024 í Hertz-deild kvenna eftir 4-2 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag. Silvía Björgvinsdóttir skoraði 2 marka SA í leiknum á laugardag og þær Sveindís Sveinsdóttir og María Eiríksdóttir sitthvort markið. Shawlee Gaudreault var með 95% markvörslu í leiknum. SA er búið að vinna 11 af 12 leikjum í deildarkeppninni í vetur en liðið á eftir að mæta SR í þrígang og Fjölni einu sinni áður en úrslitakeppnin hefst í byrjun mars.
16.01.2024
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Jakob Ernfelt Jóhannesson hafa verið valin íþróttafólk SA fyrir árið 2023 og voru þau heiðruð í gærkvöld í nýja félagsal Skautafélagsins. Freydís var valin skautakona ársins hjá listskautadeild SA á dögunum og Jakob íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2023. Bæði tvö eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar.
15.01.2024
U20 drengjalandslið Íslands í íshokkí byrjarði Heimsmeistaramótið í IIb sem fram fer í Belgrad í Serbíu af miklum krafti en liðið vann Ástralíu örugglega 6-0 í sínum fyrsta leik. Mörk Íslands skoruðu þeir Gunnlaugur Þorsteinsson, Birkir Einisson, Alex Máni Sveinsson, Ormur Jónsson, Ýmir Hafliðason og Viggó Hlynsson. Helgi Þór Ívarsson stóð eins og klettur á milli stanganna og varði öll 25 skot Ástralíu í leiknum og Alex Máni Sveinsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum. Ísland mætir Rúmeníu í dag kl. 15:00 og er hægt að horfa á leikinn hér í beinni útsendingu. Dagskrá og tölfræði mótsins má sjá hér.
15.01.2024
U18 kvennalandsliðið í íshokkí vann sifurverðlaun á HM í deild IIb í Búlgaríu sem kláraðist í gærkvöld. Ísland vann 4 leiki af 5 og voru hársbreidd frá gullinu því Nýja-Sjáland mátti ekki tapa stigum gegn Búlgaríu í sínum síðasta leik og skoraði sigurmark leiksins á síðustu mínútum leiksins svo tæpar mátti það ekki standa. Íslenska liðið spilaði frábært íshokkí á mótinu og frammistaðan gefur góð fyrirheit um frammtíðina. Aðalheiður Ragnarsdóttir var valin besti varnarmaður mótsins og Friðrika Magnúsdóttir mikilvægasti leikmaður íslenska liðsins á mótinu. Við óskum liðinu og starfsfólki til hamingju með árangurinn og góðrar ferðar heim.
08.01.2024
Aðalstjórn Skautafélags Akureyrar óskar eftir tillögum að nafni á nýja félagssalinn og efnir til nafnasamkeppni. Nafnasamkeppnin er opin öllum og við hvetjum allt félagsfólk sérstaklega til þess að taka þátt. Tillögur skal senda á skautahollin@sasport.is en frestur til að skila inn tillögum er til og með 25. janúar. Verðlaun verða veitt fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu.
05.01.2024
U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí lagði af stað til Sofíu í Búlgaríu nú í morgunsárið til þess að keppa á Heimsmeistaramótinu í íshokkí í II deild B. Auk Íslands eru Belgía, Búlgaría, Nýja-Sjáland, Mexíkó og Suður-Afríka í riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er á mánudag en þá mætum við Mexíkó kl. 11:00 á íslenskum tíma. Upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu alþjóða Íshokkísambandsins en við munum birta hlekk á facebook síðu íshokkídeildar með beinu streymi á leikina.
31.12.2023
Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur valið þau Gunnar Arason og Herborgu Rut Geirsdóttur íshokkífólk ársins á Íslandi. Bæði tvö áttu frábært tímabil fyrir Skautafélag Akureyrar á síðasta tímabili og svo haldið áfram með liðum í Svíþjóð á þessu tímabili. Skautafélag Akureyrar óskar þeim báðum innilega til hamingju með nafnbótina og stórkostlega frammistöðu á árinu.
23.12.2023
Skautafélag Akureyrar óskar öllum gleðilegra jóla.
14.12.2023
Árleg jólasýning Listskautadeildar SA var haldin á sunnudag. Deildin setti upp Hnotubrjótinn í ár. Sýningin var samin af Jana Omélinova og leikstýrt af Jana Omelinová og Varvara Voronina með aðstoð frá öðrum þjálfurum deildarinnar. Krakkarnir stóðu sig öll með mikilli prýði og tókst sýningin gríðarlega vel. Takk iðkendur og þjálfarar fyrir frábæra sýningu og takk kæru gestir fyrir komuna.
12.12.2023
Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. Hokkídeildin óskar þeim báðum innilega til hamingju með titlana sem þau er vel að komin.