FORELDRAFUNDUR

Fundur fyrir forráðarmenn barna í 1. og 2. hóp verður í Íþróttahöllinni, miðvikudagskvöldið 22.okt, kl 20.

Stutt kynning verður á starfi deildarinnar og þjálfarar kynntir.

Vonandi sjáum við sem flesta:)

Stjórnin

Helga Jóhannsdóttir komin heim og Iveta gestaþjálfari kemur á morgun!

Helga Jóhannsdóttir eini keppandi Íslands á Junior Grand Prix í Sheffield er nú komin heim. Helga stóð sig mjög vel, varð 31. eftir stutta prógrammið og 30. eftir frjálsa. Við viljum óska henni til hamingju með árangurinn.

Iveta Reitmayerova og börnin hennar 2, Ivana og Peter, koma til Akureyrar á morgun. Iveta þjálfaði hjá LSA sem gestaþjálfari 2 vetur og mun nú koma aftur inn sem gestaþjálfari í mánuð. Iveta er frá Slóvakíu og hefur mjög mikla reynslu af þjálfun. Dóttir hennar, Ivana, keppti á Heimsmeistaramóti í senior flokki í Gautaborg um sl. páska og um síðustu helgi kepptu bæði systkinin á sama móti og Helga J. eða Junior Grand Prix í Sheffield og varð Peter 6. og Ivana 9. Við bjóðum þau velkomin til okkar og hvetjum alla til að nýta tímann og æfingarnar vel meðan þau eru hjá okkur.

Bikarmótið slegið af

Ákveðið var að fresta bikarmótinu sem vera átti um helgina  

Gimlicup fimmta umferð

Mammútar halda uppteknum hætti

Könnun foreldrafélagsins hefur verið send út !

SR fór með tvo sigra frá Akureyri í 2.fl.

SRingar reyndust of stór biti fyrir ungt SA liðið og þeir unnu seinni leikinn með 7 mörkum gegn þremur.

Hópferð á ÍSS bikarmót A flokka og Haustmót eldri B flokka

Á foreldrafundi í vikunni var ákveðið að fara í hópferð á ÍSS bikarmót allra A flokka og Haustmót eldri B flokka, þ.e.a.s. 14 ára og yngri B, 15 ára og yngri B og 16 ára og eldri B.  Sjá nánar hér. 
 

Fyrri leikurinn tapaðist

SR vann leik gærkvöldsins með 6 mörkum gegn 2 SA.

2 leikir í Skautahöllinni á Akureyri nú um helgina

Í kvöld munu eigast við hér fyrir norðan SA og SR í 2.flokki. kl. 22.00 og svo aftur á morgum kl. 18.00.     2. flokks leikir eru sko engir "annarsflokks" leikir, heldur frábær skemmtun að horfa á svo nú er skorað á fólk að mæta og hvetja sína menn.   ÁFRAM SA .......

FRIÐARKERTI

Friðarkerti

 

Nú þegar skammdegið er skollið á höfum við ákveðið að taka upp friðarkertasölu.

Ágóðinn af sölunni er eyrnamerktur hverjum og einum og er ætlunin með þessari

 sölu sú að hjálpa fólki að safna upp í væntanlegar æfingabúðir næstkomandi sumar.

Pakkningin innheldur tvö kerti og er hún seld á 1000 krónur (500 kr. ágóði).

Kertin verða afgreidd í skautahöllinni á morgun laugardag á milli 11 og 13

og á sunnudaginn milli 17:30 og 19.

 

Hægt er að skila afgangskertum og verður tekið á móti þeim og peningunum verður svo sunnudaginn 2. nóv. klukkan 17:30

Sjáumst svo hressJ

                                                                                     Stjórnin