Karfan er tóm.
Akureyri 25.01.2006
Skautafélag Akureyrar, félagar og velunnarar félagsins,
Mig langar að biðjast afsökunar á slæmri hegðun minni eftir leik okkar stelpnanna í Egilshöll laugardaginn 21.janúar síðastliðinn. Þar sem ég vanvirti dómara leiksins all hraustlega. Ég var mjög reið og tapsár í bland, en hefði betur bitið í tunguna á mér og bölvað í hljóði eins og sönnum íþróttamanni sæmir.
Um nýliðna helgi var haldið hokkímót í Egilshöll fyrir yngstu meðlimi hokkífélaganna og lögðu SA ungliðar því land undir rútu um hádegi á föstudaginn og héldu til Reykjavíkur til að taka þar þátt. Hópurinn, hátt í 40 krakkar plús fararstjórar gistu á Farfuglaheimilinu í Reykjavík eins og oft áður við frábæra aðstöðu og gott atlæti. Auk þess að keyra hópinn suður og til baka, ferjaði Einar á Eyrarlandi hópinn að og frá Egilshöll alla helgina og kunnum við honum bestu þakkir fyrir frábæra þjónustu og þolinmæði. Auk þess að spila hokkí dag inn og dag út voru viðburðir eins og Keila og pissaveisla. Ég held að segja megi að allir hafi skemmt sér hið besta og 6. og 7. fl. héldu uppi heiðri SA með því að vinna sinn hvorn leikinn, en aðrir leikir töpuðust, sumir með litlum mun en aðrir stærra en það sem mest er um vert er að allir höfðu gaman af og komu heim reynslunni ríkari. SA Þakkar fararstjórum og skipuleggjendum kærlega fyrir og eins sendum við bestu kveðjur til Skautafélagsins Bjarnarins og þökkum skemmtilegt mót.
Laugardaginn 21. janúar verður Íslandsmeistaramót í listhlaupi á skautum í Skautahöllinni á Akureyri.
Mótið hefst kl 10:00 og lýkur um kl 17:30.
Skráðir Keppendur fyrir Íslandsmeistaramót 2006
Junior:
Ásdís Rós Clark. SR
Hildur Ómarsdóttir. SR
Íris Kara Heiðarsdóttir. SR
Guðbjörg Guttormsdóttir. SR
Audrey Freyja Clarke. SA
Novice:
Dana Rut Gunnarsdóttir. SR
Edda Lúthersdóttir. SR
Heiða Ósk Gunnarsdóttir. SR
Ingibjörg Bragadóttir. SA
Sigrún Björgvinsdóttir. Björninn
Sigrún Lind Sigurðardóttir. SA
Guðny Ósk Hilmarsdóttir. SA