12.11.2012
Í kvöld fer fram 2. umferð Gimli Cup krullumótsins, en leikjum þessarar umferðar var öllum frestað sl. mánudag. Aðrar umferðir færast aftur um viku.
10.11.2012
Vegna ófærðar hefur leikjum Víkinga og Húna annars vegar og Ásynja og Bjarnarins hins vegar verið frestað.
09.11.2012
Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir luku keppni á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki á miðvikudag.
09.11.2012
Helgarmóti í 4. flokki frestað, innanfélagsmót hjá 4. flokki og 5A í staðinn.
07.11.2012
Verum tímanlega með jólagjöf skautabarnsins :::
07.11.2012
Fimm Akureyringar gerðu það gott á Tårnby Cup krullumótinu í Kaupmannahöfn um liðna helgi. Lið héðan í 8. sæti og leikmaður héðan í blönduðu liði sem fór alla leið í úrslitaleikinn.
06.11.2012
Keppt var í stuttu prógrammi á ISU Icechallenge í Graz í Austurríki í morgun. Okkar stelpur eru í 18. og 20. sæti eftir fyrri keppnisdag. Keppt í frjálsu prógrammi í fyrramálið.
06.11.2012
Helgarmót í 3. flokki fært aftur um viku, frestaðir leikir Jötna og Ynja gegn Birninum settir á laugardaginn 24. nóvember.
05.11.2012
Í kvöld, mánudagskvöldið 5. nóvember, átti að fara fram 2. umferð Gimli Cup. Af ýmsum ástæðum hefur öllum þremur leikjum umferarðinnar verið frestað og því verður bara hefðbundin æfing í kvöld fyrir þá sem geta og nenna.
04.11.2012
Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar á tvo fulltrúa í íslenska landsliðinu í listhlaupi sem keppir á Icechallenge 2012 í Graz í Austurríki núna í vikunni. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir eru einnig í landsliðshóp sem valið verður úr fyrir Norðurlandamótið 2013.