Sex stiga helgi hjá SA

SA Víkingar og 3. Flokkur gerðu góða ferð í Laugardalinn um helgina þar sem bæði lið sigruðu í sínum leikjum með heildarmarkatölunni 10-0. SA Víkingar styrktu stöðu sína á toppi Hertz deildarinnar með 2-0 sigri á Esju en 3. flokkurinn vann SR 8-0 þar sem Gunnar Aðalgeir og Axel Snær skoruðu þrjú mörk hvor.

Ice Hunt eru Bikarmeistarar Magga Finns 2015.

Mánudaginn 14. des réðust úrslit í Bikamóti Magga Finns 2015.

Jólasýning meistaranna og jólaball Skautahallarinnar um helgina

Jólin eru skemmtilegasti tími ársins hjá Skautafélaginu þar sem margt verður um manninn og mikið um að vera alla daga. Komandi helgi verður heldur betur viðburðarík en á sunnudag verður haldið Jólaball frá kl 13-16 og kl 17 hefst svo jólasýning meistaranna í boði Listhlaupadeildar.

Emilía Rós Ómarsdóttir Skautakona ársins 2015

Emilía Rós Ómarsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2015 af Skautasambandi Íslands

Breytingar á tímatöflu yfir jól og áramót

Jólin eru handan við hornið og þá verða breytingar á almenningstímum og æfingartímum deildanna svo við bendum iðkenndum á að skoða jólatímatöflurnar hér vinstra megin í valmyndinni. Almenningstímum fjölgar og þá eru einnig margir skemmtilegir viburðir á vegum Skautahallarinnar og deildanna sem vert er að hafa í huga svo engum ætti að leiðast yfir jólin.

SA Víkingar verma toppsætið yfir jólin

SA Víkingar unnu þægilegan en ekki auðveldan 5-1 sigur á SR í gærkvöld í síðasta heimaleik liðsins fyrir jól. Esja vann Björninn á sama tíma syðra og lengdist þá enn bilið á toppi deildarinnar í liðin í þriðja og fjórða sæti. SA Víkingar eiga þá aðeins eftir einn útileik fyrir jól gegn Esju um næstu helgi en SA eiga 4 stig á Esju fyrir leikinn og SA fara því sannarlega inn í jólafríið á toppnum í deildinni hvernig sem sá leikur fer.

Skautabuxur og skautahlífar síðasti dagur ef þarf að panta er 19.des.

Nú á ég til nokkrar af þessu fínu flís skautabuxum

SA Víkingar - SR þriðjudag kl 19.30

SA Víkingar taka á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri annað kvöld, þriðjudaginn 15. desember kl 19.30. Þetta er síðasti heimaleikur Víkinga fyrir jól en liðið situr nú í efsta sæti Hertz deildarinnar með 28 stig, 10 stigum meira en SR sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Elise Marie Väljaots og Björn Már Jakobsson íshokkífólk ársins 2015 hjá SA

Þau Elise Marie Väljaots og Björn Már Jakobsson hafa verið útnefnd íshokkífólk ársins 2015 hjá SA. Þau voru heiðruð á svellinu fyrir leikinn gegn SR í gærkvöld. Skautafélag Akureyrar óskar þeim til hamingju með nafnbótina.

2. flokkur með fullt hús stiga úr tvíhöfða gegn SR

Annarflokkur SA vann 8-1 sigur á liði SR í gær en liðin mættust svo aftur nú í morgun og þá urðu lokatölur 10-5 SA í vil.