Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr Íþróttaráðstefna

Íþróttaráðstefna verður haldin í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ, ÍSÍ og ÍBA. Tilgangur íþróttaráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir þá sem að íþróttum koma á margvíslegan hátt, m.a. íþróttafólk, þjálfara og foreldra, rannsakendur, nema og fagaðila, og deila þekkingu sinni og ræða viðfangsefni líðandi stundar í íþróttum. Þema ráðstefnunnar í ár er: Farsæll ferill: Íþróttaferill í meðbyr og mótbyr

SA Víkinga hefja leik í Hertz-deildinni um helgina

SA Víkingar hefja tímabilið í Hertz-deildinni um helgina þegar liðið tekur á móti Íslandsmeisturum síðasta tímabils, Skautafélagi Reykjavíkur. Litlar breytingar eru á hóp SA Víkinga frá síðasta tímabili en hefur þó misst þrjá leikmenn en það eru landsliðsleikmennirnir Gunnar Arason, Heiðar Gauta Jóhannsson og Halldór Skúlason sem eru allir farnir til liða í Svíþjóð. En þrátt fyrir þennan missi er hópurinn þéttskipaður með góðri blöndu af gríðarlega sterkum reynsluboltum og enn stærri hóp ungra og efnilegra leikmanna sem hafa verið að gera sig gildandi í deildinni en einnig kemur ný kippa af leikmönnum inn úr unglingastarfinu. Nýr þjálfari er einnig kominn í brúnna en Jamie Dumont mun stýra liðinu í vetur og verður spennandi að fylgjast með liðinu undir hans stjórn.

SA með 6-1 sigur á Fjölni í kvöld

Frábær spilamennska hjá SA liðinu í kvöld sem sýndi mikinn vilja og karakter með 6-1 sigri á Fjölni. Liðið er á mikilli siglingu í Hertz-deildinni ósigraðar eftir 3 leiki. Mörkin: Silvía Björgvinsdóttir 2 Jónína Guðbjartsdóttir Amanda Bjarnadóttir Magdalena Sulova Sólrún Assa Arnardóttir Shawlee Gaudreault með 94.4 % markvörslu.

Jamie Dumont er nýr aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar

Jamie Dumont hefur verið ráðinn aðalþjálfari íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar. Jamie eins og hann er kallaður hefur störf fyrir félagið strax og stýrir sínum fyrstu æfingum í dag. Jamie verður aðalþjálfari meistaraflokka félagsins ásamt því að vera þróunarstjóri unglingaflokkanna U18, U16 og U14.

Opnunarleikur tímabilsins í Hertz-deild kvenna um helgina

Íshokkítímabilið hefst formlega um helgina með opnunarleik Hertz-deildar kvenna þegar SA tekur á móti Fjölni í skautahöllinni á laugardag. Liðið okkar hefur tekið miklum breytingum í sumar en liðið missti sjö landsliðsleikmenn þar sem Herborg, Gunnborg, Katrín og Inga hafa allar gengið til liðs við félagslið í Svíþjóð og Danmörku. Saga Blöndal samdi við Skautafélag Reykjavíkur og Berglind og Hilma við Fjölni. Á móti hefur Silvía Rán Björgvinsdóttir komið aftur heim í SA og mun ekki bara spila heldur mun hún líka þjálfa liðið. Þá er Arndís Eggerz Sigurðardóttir komin tilbaka eftir barneignir en að öðru leyti er hópurinn óbreyttur frá síðasta tímabili og ljóst að margar ungar íshokkíkonur munu fá mun stærri hlutverk í vetur. Það mun eflaust taka einhvern tíma fyrir liðið að mótast eftir jafn miklar breytingar og orðið hafa í sumar en liðið er þrátt fyrir virkilega sterkt með margar reynslumiklar landsliðskonur innanborðs, Shawlee Gaudreault í markinu og stóran hóp efnilegra leikmanna sem verður spennandi að fylgjast með blómstra í vetur.

Silvía með SA í vetur

Silvía Rán Björgvinsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí, er komin heim og mun spila fyrir SA í vetur. Silvía er að snúa til baka úr erfiðum meiðslum sem hún hlaut síðasta vetur og hafa haldið henni af ísnum en ætlar sér að koma sér aftur á strik og taka slaginn í Hertz-deildinni með SA og kemur einnig inn í þjálfarateymi SA.

Forsetaheimsókn

Það var sannarlega kátt í skautahöllinni s.l. helgi og segja má að allt hafi iðað af lífi á ísnum sem utan hans þar sem bæði A landslið og U18 landslið kvenna komu saman í fyrstu æfingabúðum tímabilsins. Kim McCullough aðalþjálfari U18 liðsins og aðstoðarþjálfari A liðsins var með liðunum og miðlaði af sinni miklu þekkingu og reynslu til leikmanna ásamt Jóni Gíslasyni aðalþjálfari A landsliðsins. Lögðu þau línurnar fyrir komandi tímabil og nutu liðsinnis þeirra Silvíu Björgvinsdóttur aðstoðarþjálfara U18 liðsins og Atla Sveinssonar þjálfara hjá SA.

Byrjendur velkomnir

Byrjendaæfingar fyrir 2017 og yngri kl 17:00 í dag. Allur búnaður á staðnum og öllum velkomið að koma prófa! Bara mæta 30 mín fyrir æfingu. Eldri árgöngum velkomið að mæta á æfingar og prófa með sínum árgangi en hafið samband við Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com Hokkírútan fer af stað í næstu viku og sækir 2014, 2015 og 2016 árganga í alla skóla bæjarins.

Helgi Rúnar er fallinn frá

Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar, Helgi Rúnar Bragason, er látinn aðeins 47 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Helgi Rúnar hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra ÍBA í mars 2018 og gegndi hann stöðunni allt til hins síðasta.

Byrjun tímabils

Æfingar eru nú að hefjast aftur samkvæmt tímatöflu og starfsemi deilda félagsins er komin á fullt og framkvæmdir í húsinu á lokametrunum. Byrjendaæfingar í listhlaupi eru byrjaðar og eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:00-17:30 en aðrar æfingar eru samkvæmt tímatöflu. Byrjendaæfingar í íshokkí hefjast á fimmtudag og verða alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 17:00-17:45 og aðrar æfingar samkvæmt tímatöflu. Krulluæfingar hefjast í September og verða auglýstar sérstaklega á heimasíðu krulludeildar.