Bikarmót Krulludeildar: Undanúrslit

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. desember, fara fram undanúrslit í Bikarmóti Krulludeildar.

Staðan eftir 2. leikhluta, 3:0 fyrir Ásynjur gegn Ynjum

Og leikurinn endaði 3:0.

Hokkídeildin velur Íþróttafólk Ársins

Hokkídeild Skautafélags Akureyrar notaði tækifærið og heiðraði Íþróttafólk Ársins innan sinna raða við upphaf kvennaleiksins sem spilaður er í Höllinni í kvöld af Ásynjum og Ynjum. Nafnbótina hlutu að þessu sinni Andri Már Mikaelsson karla megin og Sarah Smiley kvenna megin. Hokkídeildin óskar þeim báðum til hamingju með afar verðskuldaða viðurkenningu sem fyrirmyndar iðkendur og afreksfólk auk þess að hafa lagt íþróttinni og deildinni til krafta sína á óeigingjarnan og uppbyggilegan máta.

Gimli Cup: Skytturnar í úrslit.

Öðrum undanúrslitaleiknum frestað um viku. Skytturnar í úrslit eftir sigur á Mammútum.

Krullumaður ársins 2011

Kosning á krullumanni ársins úr röðum Krulludeildar SA er hafin og stendur til 14. desember.

Gimli Cup: Teygist úr mótinu vegna forfalla

Leikjum Ís-lendinga gegn Rennusteinunum og Fífanna gegn Svartagenginu frestað um viku.

Gimli Cup: Undanúrslit

Í kvöld, mánudagskvöldið 5. desember, fer fram krossspil/undanúrslit í Gimli Cup.

Myndir af skautatöskum á Transpack skatingbag:

Það styttist í jólin og betra að vera tímanlega í jólagjöfunum,. Hægt er að sjá myndir af þeim töskum sem að ég er með á Google: transpack skatingbag og í myndir til vinstri og á ég nokkra liti og munstur.. Þetta eru töskur með sér hólfi fyrir skautann og svo góðu hólfi fyrir hjálminn, nestið og / eða aukafötin.... Endilega hafið samband og komið og skoðið, á líka til nokkrar mjúkar skautahlífar og Mondor flís skautabuxur........, Allý, , allyha@simnet.is - 8955804

Íshokkídeildin hlaut styrk frá NHL

Skautafélag Akureyrar hlaut á dögunum veglega gjöf frá Leikmannasamtökum NHL, eða sjóði á þeirra vegum sem heitir á frummálinu "NHLPA's Goals & Dreams fund"

Tímatafla æfinga frá 5 des - 14 des

Undirbúningur jólasýningar að hefjast. Örlítið breytt tímatafla meðan Iveta er fjarverandi.