05.09.2011
Þeir sem hafa áhuga á að panta félagsbúning listhlaupadeildar (skautapeysur og/eða skautabuxur úr flísefni frá 66°Norður) fyrir haustið geta haft samband við Jónu (jona@nordlenska.is) fyrir 15. september 2011.
04.09.2011
Íslandsmótið í íshokkí hófst í gærkvöldi hér á Akureyri þegar Björninn hingað norður með bæði karla og kvennaliðin sín. Karlarnir riðu á vaðið í leik sem var lítið fyrir augað og greinilegt að menn eru enn ryðgaðir eftir sumarið.
03.09.2011
Frábær árangur í dag, óskum öllum stelpunum til hamingju með árangurinn í basic testunum!!!!
02.09.2011
Tímaplan basic testa má finna hér
31.08.2011
Nú býðst SÖNNUM ÁHUGA OG STUÐNINGSMÖNNUM að kaupa Árskort á 8000 kr. Þau gilda á alla heimaleiki í Deildarkeppni Meistaraflokka Karla og Kvenna, en þeir eru 16 hjá körlunum en 10 kvennamegin.
31.08.2011
Miðvikudaginn 31 ágúst ætlum við að ganga í hús og safna flöskum með krökkunum. Mæting er 16:45-17:30 inn í skautahöll þar sem þið skráið ykkur og fáið götur til að fara í. Mjög mikilvægt að mæta inn í höll til að skrá sig !
31.08.2011
Tímatafla haustannar 2011 er komin í valmyndina er til vinstri en þetta eru enn drög að tímatöflunni.
30.08.2011
Á laugardaginn næsta kl. 16,30 hefst keppni um Deildabikarinn í Íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri með leikjum á milli SA-Víkinga sem eru núverandi Íslands og Deildar Meistarar og Bjarnarins sem vermdi neðsta sætið í fyrra en þeir eiga heimavöll í Egilshöllinni í Grafarvogi.
28.08.2011
Vegna veikinda mun Ivana sjá um morgunæfingu flokks 1 og Óla sér um æfingu flokk 2. Helga Margrét mun koma og leysa af allavega mánudag og þriðjudag.