Hokkíviðburður í kvöld

Í kvöld kl. 18:00 verður hörkuleikur á milli U18 ára landsliðsins og karlalandsliðsins.  Leikurinn er hluti af æfingaprógrammi liðanna, sem nú dvelja hér á Akureyri við stífar æfingar.  Þjálfari karlaliðsins er Sveinn nokkur Björnsson og honum til aðstoðar er Richard Tahtinen, en þjálfari U18 ára liðsins er Sergei Zak og honum til aðstoðar er Jón Gíslason.

 Á þessum tíma í dag var á dagskrá kvennaleikur en þar sem hann féll niður vegna veðurs var þessi leikur færður fram og því ætti enginn áhugamaður um íshokki að verða fyrir vonbrigðum í kvöld.

 Heyrst hefur að yngra liðið ætli sér að taka það eldra í gegn og sína þeim í tvö heimana.  Einhver unglingurinn hafði á orði að í eldra liðinu væru ekkert annað en hel-stirðar og gat-slitnar risaeðlur sem ekkert erindi ættu í unga og hrausta menn.

Kvennaleikjum frestað vegna slæmrar veðurspár

Sjá vef ÍHÍ

Engar æfingar hjá 3-4. og 5.flokki á laugardag

Æfingar falla niður hjá 3-4. og 5.flokki á laugardaginn vegna landsliðsæfinga.

Barna- og unglingamót 2008

Hæ! hæ! Stelpur sem eru að fara á Barna- og unglingamótið geta fengið wc pappír til að selja. Pakkningin kostar 3000 kr og fá stelpurnar ágóðann til að nota fyrir ferðina. Hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða allyha@simnet.is

Íslandsmótið í krullu - úrslit leikja

Fjórir leikir fóru fram í Íslandsmótinu í gærkvöld. Mammútar eru nú efstir með 4 stig eftir tvo leiki. Garpar með bestan árangur í skotum að miðju.

Falla niður æfingar 8.-10. febrúar

Við viljum minna á að það falla niður allar æfingar hjá Listhlaupadeild helgina 8.-10. febrúar

Hokkí annir um næstu helgi í Skautahöllinni á Akureyri

Um næstu helgi verða spilaðir hér á Akureyri 2 kvennaleikir, sá fyrri á föstudagskvöldið kl. 22,00 og sá seinni á laugardeginum kl. 18,00. Þar eigast að sjálfsögðu við SA og Björninn. Ennfremur verða landslið U-18 og karlalandsliðið með æfingabúðir. Dagskrá æfingabúðanna má skoða hér. U-18 hópinn má sjá hér og dagskránna á Div. III group B Turkey hér. Karlalandsliðshópinn má svo sjá hér og dagskránna á Div. II group B Austalia hér

Sunnudagurinn á 3.fl. mótinu ekki eins góður

3.flokkurinn okkar tapaði báðum sunnudagsleikjunum, þeim fyrri við SR 7 - 4 og þeim seinni við Björninn 5 - 1.

Íslandsmótið í krullu - fjórir leikir í kvöld

Leikir miðvikudagskvöldið 6. febrúar:

 

Íslandsmótið hafið

Íslandsmótið í krullu 2008 hófst með fjórum leikjum í gærkvöld. Fyrstu leikir gefa fyrirheit um jafnt og spennandi mót.