SA Víkingar komnir á topp Hertz-deildarinnar

SA Víkingar lögðu Björninn á laugardag í stórskemmtilegum leik í toppslag Hetrz-deildar karla með 6 mörkum gegnum 3. SA Víkingar jöfnuðu Björninn að stigum á toppi Hertz-deildarinnar en bæði lið eru nú með 12 stig en aðeins betri markatala Víkinga skilur liðin að. Jóhann Már Leifsson og Hafþór Andri Sigrúnarson voru atkvæðamiklir að vanda í leiknum og skoruðu tvö mörk hvor.

Aldís Kara með nýtt Íslandsmet og hæstu stig sögunnar

Aldís Kara hefur verið á gífurlegri siglingu undanfarið og náði nýverið stigaviðmiðum í stuttu prógrami inn á Heimsmeistaramót unglinga. Hún hefur sett hvert metið í Junior á fætur öðru síðan í janúar og var þetta Vetrarmótið þar engin undantekning. Hún bætti metið í stutta prógraminu um þrjú stig. Fyrra metið átti hún sjálf frá Vormóti ÍSS í apríl s.l. Hún bætti einnig stigametið í frjálsa prógraminu um 0.74 stig frá því að hún setti það sjálf á Haustmóti ÍSS í september s.l. Það þarf því ekki að tíunda að heildarstigametið bætti hún einnig og hvorki meira né minna en um heil 127.69 stig. Fyrra metið átti hún einnig sjálf frá Haustmótinu. Metin eru öll stigamet í Junior sem og hæstu stig sem skautari hefur fengið á landsvísu.

Skautafélag Akureyrar með 3 gullverðlaun á Vetrarmóti ÍSS og nýtt Íslandsmet

Keppendur Skautafélags Akureyrar stóðu sig frábærlega á Vetrarmóti ÍSS sem fram fór í Egilshöll nú um helgina. Stúlkurnar röðuðu sér í toppsætin í elstu keppnisflokkunum og komu með gullverðlaun og silfurverðlaun í Basic Novice, gullverðlaun í Advanced Novice og gull og silfurverðlaun í Junior. Þá bætti Aldís Kara Bergsdóttir stigametið á Íslandi enn einu sinni.

Kolbrún með þrennu í góðum sigri SA

Í kvöld áttust við lið SA og Reykjavíkur í meistaraflokki á heimavelli SA stúlkna í skautahöllinni á Akureyri. Leiknum lauk með sigri SA, 9:4. Sigurinn var aldrei í hættu og komst SA mest í 8:1. Sami Lehtinen spilaði fram 21 leikmanni meðan Reykjavíkur-liðið var aðeins með 13. Í liði SA komu nú enn inn ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki og stóðu þær sig vel þó þær væru greinilega svolítið taugaóstyrkar. Þrátt fyrir að vera aðeins með 11 útispilara börðust Reykjavíkurstúlkur vel. Sigur SA var samt verðskuldaður og öruggur.

Hokkíhelgi um helgina

Það er stór og skemmtileg hokkíhelgi framundan þar sem karla, kvenna og U18 liðin okkar spila öll á heimavelli. Veislan hefst strax á föstudag þegar U18 liðið okkar tekur á móti Birninum/Fjölni kl. 16:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Á laugardag taka SA Víkingar á móti Birninum/Fjölni í Hertz-deild karla kl. 16:45 og við endum svo veisluna á fyrsta heimaleik SA kvenna kl. 19:00 á laugardag.

Stelpurnar koma heim með 6 stig

Seinni leikur SA og RVK í tvíhöfða helgarinnar var spilaður í morgun og lauk honum með sigri SA, 3-6. Þar með bættust þrjú mikilvæg stig í hús og stelpurnar koma heim í kvöld með sex stig. Þær eru alls með 7 stig og Reykjavík með 2.

SA-stúlkur með sigur í kvöld

SA stúlkur byrjuðu betur í kvöld gegn RVK í Egilshöll, enda ákveðnar í að tapa ekki öðrum leik, en þær töpuðu í vítakeppni í fyrsta leik deildarinnar fyrir nokkrum vikum. Þær sigruðu örugglega í leiknum, 2-7. Þær komust yfir strax á annarri mínútu þegar Teresa skoraði efitr stoðsendingu frá Ingu Rakel. Jónína bætti svo öðru marki við á 12. mínútu með stoðsendingu frá Sólveigu.

Aðalfundur foreldrafélags LSA

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 23.10 í fundarherbergi skautahallarinnar og hefst hann kl. 19.30.

Met fjöldi stúlkna á Greifamótinu

Það var líf og fjör á Barnamóti Greifans í íshokkí í Skautahöllinni nú um helgina þar sem um 150 börn tóku þátt. Aldrei hefur annar eins fjöldi stúlkna tekið þátt í barnamóti í íshokkí á Íslandi og í fyrsta sinn sem tvö kvennalið áttust við í bæði í 5. flokk og 7. flokki. Það hittist einnig svo á að allir þjálfarar liðanna sem og dómarar á leikjunum voru einnig konur. Það má því með sanni segja að mikil gróska sé í íslensku kvennaíshokkí um þessar mundir. Bjarni Helgason náði myndum af þessum sögulegu augnarblikum og verður spennandi að fylgjast með þessum upprennandi íshokkístúlkum á komandi árum.

Greifamótið í íshokkí um helgina í Skautahöllinni

Barnamót Greifans í íshokkí verður haldið hjá okkur í Skautahöllinni um helgina. Um 150 börn eru skráð til leiks og verður leikið á laugardag og sunnudag en dagskrá mótsins má sjá hér. Leikið er í fjórum flokkum, 5. 6. og 7. flokki ásamt krílaflokki. Liðsskipan SA liðanna má finna hér. Við hvetjum alla sem hafa gaman af íshokkí til að mæta í stúkuna og sjá allar litlu hokkístjörnurnar okkar.