09.10.2019
SA Víkingar mættu SR í annað sinn í Hertz-deild karla í gærkvöld og unnu frábæran 3-1 sigur og tylltu sér þar með á topp Hertz-deildarinnar. SA Víkingar voru fyrir leikinn með 3 stig eftir sigur á SR í fyrsta leik en SR er nú en án stiga eftir 3 leiki spilaða leiki. Jóhann Már Leifsson, Hafþór Sigrúnarson og Matthías Stefánsson skoruðu mörk Víkinga í leiknum.
07.10.2019
SA Víkingar mæta SR í Hertz-deildinni þriðjudaginn 8. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann flottan sigur á SR í fyrsta leik sínum í deildarkeppninni og eru jafnir Birninum/Fjölni að stigum í efsta sæti deildarinnar. Sjoppan verður opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.
28.09.2019
Fyrsti leikur SA Víkinga í Hertz-deildinni lauk nú fyrir skömmu þar sem Víkingar unnu 4-1 sigur á SR. Leikurinn var markalaus alveg fram í 3. lotu en þá komu mörkin á færibandi. Einar Grant skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld en Jakob Jóhannesson markvörður Víkinga var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins.
25.09.2019
SA Víkingar hefja leik í Hertz-deildinni á laugardag þegar liðið tekur á móti SR í Skautahöllinni á Akureyri kl. 16.45. Lið SA Víkinga er mikið breytt frá síðasta tímabili og nýr þjálfari er komin í brúnna, Finninn Sami Lehtinen, sem hefur komið með nýjar áherslur í nýjan og yngri hóp leikmanna.
25.09.2019
Pálmar Ragnarsson er stórskemmtilegur fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðs vegar um landið.
Fimmtudaginn 26. september mun Pálmar halda þrjá ólíka fyrirlestra í boði ÍBA, ÍSÍ, Akureyrarbæjar og Háskólanum á Akureyri.
23.09.2019
SA Víkingar töpuðu naumlega síðast leik sínum í Evrópukeppninni í gær gegn heimaliðinu Zeytingburnu Istanbul, lokatölur 3-4. SA Víkingar voru komnir í góða stöðu og leiddu leikinn 3-1 eftir aðra lotu en þrjú mörk Zeytinburnu í lokalotunni urðu okkur að falli. Egill Birgisson, Matthías Stefánsson og Andri Mikaelsson skoruðu mörk Víkinga í leiknum. SA Víkingar töpuðu því öllum þremur leikjum sínum í Evrópukeppninni og lentu í 4. sæti riðilsins. Crvena Svesda Berlgrade vann alla sína leiki og fer áfram í keppninni.
20.09.2019
SA Víkingar eru nú mætir til Istanbul í Tyrklandi og hefja leik í Evrópukeppni félagsliða í dag. Víkingar hefja nú leik í A-riðli þar sem við munum mæta liðum frá Serbíu, Búlgaríu og Tyrklandi. Mótherjinn í fyrsta leik eru serbísku meistararnir Crvena Svezda Belgrade sem eru fyrirfram taldir sterkasta liðið í mótinu. Leikurinn hefst kl. 13.00 á íslenskum tíma og við bíðum eftir að fá straum á beina útsendingu og munum birta hann um leið og hann berst. Við sendum baráttukveður til strákann í Istanbul og fylgjumst spennt með. Hér má finna tölfræðina í riðlinum og skoða mótherjanna nánar.
20.09.2019
Marta María Jóhannsdóttir skautaði stutta prógramið sitt í gær á Grand Prix sem fram fer í Gdansk í Póllandi. Marta stóð sig með prýði og fékk 36.71 stig og er í 29. sæti sem stendur. Marta skautar frjálsa prógramið í dag og er gert ráð fyrir að hún stígi á ísinn kl. 15.27 og má sjá beina útsendingu hér en útsendingin hefst kl. 14.10. Við óskum Mörtu góðs gengis í dag og hér má sjá stutta prógramið hjá henni í gær.
16.09.2019
Fyrsta krulluæfing vetrarins 16. september
15.09.2019
Ingólfur lést þann 1. september á 83. aldursári og var jarðsunginn frá Akureyrarkirju föstudaginn s.l.
Ingólfur fæddist í Innbænum þann 22. desember 1936 – níu dögum áður en faðir hans fór á fund á nýársdag þar sem Skautafélag Akureyrar var stofnað. Hann lærði kornungur á skauta undir handleiðslu Stefaníu systur sinnar. Ingólfur var fæddur og uppalinn í Aðalstræti 62, þar sem aðstæður voru þannig á veturna að ef systkinin ætluðu á skauta þá var farið út um forstofudyrnar og yfir götuna, þar sem skautasvellið beið, en ef farið var á skíði þá var farið út bakdyramegin – þar sem brekkurnar biðu. Lífið snerist um skauta og skíði og Ingólfur keppti á þó nokkrum mótum árin 1953-61 og fór ásamt nokkrum félögum Í S.A. til æfinga í Lillehammer veturinn 1956.