Karfan er tóm.
Leik lokið með sigri SR, 4-8. Staðan í einvíginu 1-1. Þriðji leikurinn í Reykjavík á laugardag, fjórði leikur á Akureyri á mánudag og fimmti leikur, ef þarf, í Reykjavík á miðvikudag.
Það var sætur sigur sem vannst á heimavelli Skautafélags Reykjavíkur í gærkvöldi í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn 2007. Það var á brattann að sækja fyrir okkur norðanmenn eftir að hafa tapaði í tvígang fyrir SR um nýliðna helgi og tapað þar með heimaleikjaréttinum.
Það var óheppilegt en ekki óyfirstíganlegt að geta ekki hafið keppnina á heimavelli en staðreynd málsins er sú að SA liðið hefur alltaf kunnað vel við sig í Laugadalnum og því var það ekki fyrirkvíðanlegt að hefja úrslitarimmuna þar – enda kom það á daginn.
Reikningsnúmer til að leggja inn á fyrir Akureyrarmót er: 0162-05-268545. Kennitala: 510200-3060. Látið fylgja nafn eða kennitölu iðkanda.
Í morgun vann 4.fl.SA Bjarnardrengina 4 - 3 en töpuðu hinsvegar fyrir SRingum 1 - 3. Þar með eru SA drengirnir orðnir Íslandsmeistarar í 4.flokki og töpuðu aðeins 2 leikjum af 12. Til HAMINGJU drengir.
Úrslit mfl. leiksins á laugardagskvöldið urðu SA 1 - SR 2.