20.06.2007
Vegna óviðráðanlegra orsaka verðum við að fresta skautapöntunardeginum til
mánudagsins 25/6 kl. 19:30!
15.06.2007
Næsta fimmtudag þann 21. júní kl. 19:30 er öllum iðkendum í öllum flokkum boðið að koma og fá aðstoð við skautakaup og skautapöntun. Þeir iðkendur sem eiga gamla skauta geta einnig komið og reynt að selja þá. Aðilar í stjórn listhlaupadeildar verða á svæðinu og líka þjálfarar. Allir eru hvattir til að mæta, sama í hvaða flokki þeir æfðu í síðasta vetur.
15.06.2007
Verið er að leggja lokahönd á skipulag æfingabúðanna í sumar og upplýsingar væntanlegar um miðja næstu viku.
13.06.2007
Á næstu dögum verða birt drög að æfingatöflu æfingabúðanna sem verða 23. júlí til 15. ágúst. Fylgist vel með!
07.06.2007
Ungmennafélagið Narfi hefur skráð sig til keppni fyrir næstkomandi leiktímabil. Narfi ætlar sér að senda tvo flokka, meistaraflokk og gulldrengjaflokk (old-boys).
01.06.2007
Athugið.
Frekari upplýsingar vegna skautaæfingbúða í sumar koma hér inn á heimsíðuna eftir 6.júní.
Vinsamlega fylgist vel með.
stjórnin
01.06.2007
Þann 10. júní nk. á að steikja og selja kleinur til fjáröflunar fyrir Skautaæfingabúðirnar í sumar.
Við verðum niðri í Oddeyrarskóla og byrjum klukkan 8 um morguninn.
Þeir sem geta mætt í þessa fjáröflun eru vinsamlegast beðnir að láta Ally vita í síma 8955804.
Stjórnin
21.05.2007
Halló! vantar einhvern rauða æfingapeysu nr. M merkta SA. Það er ein svoleiðis peysa (ný) til sölu hjá Hörpu 863-7542
15.05.2007
Fyrirhugaðar eru æfingabúðir 23. júlí til 15. ágúst fyrir iðkendur SA í keppnisflokkum A, B og C!
Þeir keppnisflokkar eru: Junior, Novice, 12 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 8 ára og yngri A, 15 ára og eldri B, 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B, 8 ára og yngri B, 15 ára og eldri C, 14 ára og yngri C, 12 ára og yngri C, 10 ára og yngri C og 8 ára og yngri C.
Æfingabúðirnar munu samanstanda af 2 ístímum á dag, 1 afístíma, fræðslu og vídeótímum. Kennt verður 6 daga vikunnar frá 9 - 15, frí á sunnudögum. Þjálfun á ís mun vera í höndum Helgu Margrétar og gestaþjálfara að utan. Þjálfun afís verður í höndum Helgu Margrétar og íslenskra gestaþjálfara. Gjald fyrir æfingabúðirnar verður á bilinu 40-50000 kr. en það skýrist fljótlega þegar þjálfaramál eru komin á hreint.
Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa skrái sig fyrir 1. júní!!
Skráning skal berast með tölvupósti á allyha@simnet.is en þar skal koma fram:
nafn barns:
kennitala:
heimilisfang:
heimasími:
aðstandandi/ur:
gsm:
e-mail:
Frekari upplýsingar berast fljótlega og er mikilvægt að fylgjast vel með heimasíðunni!
14.05.2007
Foreldrafélagið ákvað að leita tilboða í íþróttagalla fyrir alla iðkendur hokkídeildarinnar. Samningar hafa nú náðst og þeir sem vilja fá galla næsta haust þ.e. fyrir næsta tímabil eru beðnir að fara í Sportver á Glerátorgi og máta stærðir. Þau í Sportver ætla að vera okkur innanhandar og munu skrifa niður pöntun og stærð hvers iðkanda ALLA ÞESSA VIKU. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Maríu Stefánsdóttur í GSM 8614803 eða 6934957. Nú eru Allir hvattir til að eignast galla og sýna samstöðu í útliti og láta merki hokkídeildarinnar sjást sem víðast. kveðja....María Stefánsd.