Karfan er tóm.
Í gær fóru iðkendur æfingabúðanna ásamt þjálfurum og foreldrum í skemmtilega ferð austur. Stoppað var á 4 stöðum alls. Við byrjuðum á að skoða Goðafoss og keyrðum svo áleiðis að Námaskarði, þaðan lá leiðin í Jarðböðin við Mývatn og á endanum var stoppað á Grenjaðarstað þar sem hópurinn fékk leiðsögn frá Audrey, sem er safnvörður þar í sumar. Ekki var að sjá annað en að allir skemmtu sér konunglega og vonandi fer Nottingham gengið heim með fallegar minningar um Ísland og veru sína hér hjá okkur. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn kærlega fyrir að gera þessa ferð mögulega.
Æfingabúðirnar ganga vonum framar og eru allir að ná miklum framförum. Joy, Karen og Tristan eru virkilega ánægð með alla iðkendurna. Þau hlakka til að koma aftur og ætla þá jafnvel að koma með stærri hóp skautara með sér.
Það er gaman að sjá hversu áhugasama og duglega krakka við eigum hér á Akureyri og er ég mjög stolt af þeim öllum!
Það er svo frí hjá öllum á sunnudag og mánudag og á þriðjudaginn kemur svo Sanna-Maija Wiksten að þjálfa hjá okkur. Hún var Finnlandsmeistari fyrir nokkrum árum og keppti t.d. á bæði Evrópumótum og Heimsmeistaramótum. Hún þjálfar þessa stundina í Helsinki. Einnig munum við fá til okkar Hólmfríði Jóhannsdóttur sem mun sjá um af-ís kennslu. Hún er íþróttakennari, Gravity, Fit Pilates og Les Mills kennari og kennir þessa stundina hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi.
Kv. Helga Margrét yfirþjálfari
Kæru foreldrar og forráðamenn!
Þjálfararnir og börnin frá
Helga Margrét
Yfirþjáfari
Nú er kominn ís í Skautahöllina, svo er listhlaupurum fyrir að þakka, og í gærkvöldi var hóað saman í fyrstu æfinguna hjá Meistaraflokki SA. Menn voru merkilega léttir á sér og tóku klukkutíma sprikl á eitt mark innan við bláu. Það verður að segjast að þetta upphaf tímabils hefjist í fyrra fallinu en reyndar verður væntanlega ekki um reglubundnar æfingar að ræða fyrr enn um miðjan ágúst.
Í dag hófust æfingabúðirnar formlega. Þjálfararnir ásamt skauturunum sínum komu til Akureyrar seint í gærkvöldi og byrjuðu að þjálfa í morgun. Dagurinn gekk í alla staði mjög vel og voru allir ánægðir að sjá.
Bæði Joy, Karen og Tristan voru undrandi á því hversu duglegir og skemmtilegir krakkarnir okkar eru og hlakka til að þjálfa næstu daga.
Garðar Jónasson er látinn
Hann Gæsi fæddist hér á Akureyri þann 6. desember 1952 og lést mánudaginn 16. júlí s.l. eftir skammvinn veikindi. Gæsi bjó alla sína tíð í Aðalstræti 74 og hóf snemma að renna sér á skautum og var leikmaður í íshokkíliði Skautafélags Akureyrar frá ungaaldri. Síðustu ár spilaði hann með “old boys” og var einn af okkar virkustu félagsmönnum. Vinnustundir hans í þágu félagsins eru óteljandi, bæði við uppbyggingu og viðhald félagssvæðis og aðstöðu sem og vinnu við almennt félagsstarf. Hann var vinur okkar og félagi, Innbæingur og heiðursmaður. Móður hans sem og öðrum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð.
Útför hans fer fram föstudaginn 27. júlí n.k. kl. 13:30 frá Akureyrarkirkju.