Karfan er tóm.
Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 var útnefndur í gærkvöldið í Ketilhúsinu. Við sama tækifæri var skrifað undir samninga við unga og efnilega íþróttamenn og sömuleiðis voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og óþreytandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.
Aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar og fulltrúi Skautafélagi Akureyrar var Jón Gíslason, sem um áramótin var bæði valinn íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandinu og Skautafélaginu. Jón var þess heiður aðnjótandi að hljóta þriðja sætið í valinu í gærkvöldi og á meðfylgjandi mynd má sjá hann taka við verðlaunum úr hendi Þrastar Guðjónssonar formanns Íþróttabandalags Akureyrar.
Á þriðjudaginn fóru Jötnar suður yfir heiðar og öttu kappi við Skautafélag Reykjavíkur. Markmið ferðarinnar var að ná stigi af þeim sunnlensku og það tókst. Hins vegar voru Jötnar grátlega stutt frá því að ná öllum stigunum en liðið var einu marki yfir þegar aðeins örfáar mínútur voru eftir af leiknum. SR tókst hins vegar að jafna skömmu fyrir leikslok og skoruðu svo gullmark miðja vegu inn í framlenginguna.
Leikurinn var annars jafn allan tíman eins og tölur gefa til kynna og liðin skiptust á að skora. Jötnar voru í töluverðum brottrekstrarvandræðum og SR skoraði öll sín mörk í venjulegum leiktíma í „power-play“ og nýttu sér liðsmuninn vel.
Á laugardag 22.janúar verður söludagur á Mondor skautavörum frá Everest. Opið verður milli kl. 13 og 16 í Stallatúni 4 íb 102. Nýjar vörur m.a. nýjar Mondor skautabuxur, stuttbuxur, bolir, leggings o.fl.
30% afsláttur af skautakjólum og skautapilsum 15% afsláttur af öðru.
uppl. í síma 662 5260 og rakelhb@simnet.is
Allir velkomnir
Rakel
Allir þeir sem eru með öskudagspantanir eru beðnir að skila þeim pöntunum sem eru komnar í skautahöllina á morgunn miðvikudag kl. 16:30 og 17:30. Þeir sem að ekki eru búnir eiga að koma með þær sem komnar eru og restina á miðvikudaginn í næstu viku..
Allý / Kristín
Stelpurnar okkar stóðu sig með prýði á RIG og óskum við þeim öllum til hamingju með góðan árangur. Á þessu sterka móti þar sem margir erlendir keppendur tóku þátt fengum við ein gullverðlaun, Hrafnhildur Lára vann sinn flokk, Novice B með 25,46 stig og óskum við henni til hamingju með sigurinn.
Í flokki 12 ára A
- Guðrún Brynjólfsdóttir, 5 sæti
- Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 7 sæti
- Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, 9 sæti
- Sara Júlía Baldvinsdóttir, 13 sæti
Í Novice
- Urður Ylfa Arnarsdóttir, 8 sæti
Í Novice B
- Hrafnhildur Lára Hildudóttir, 1 sæti
- Birta Rún Jóhannsdóttir, 6 sæti
- Lóa Aðalheiður Kristínardóttir, 9 sæti
Glæsilegur árangur stelpur!!!!!!!
Öll úrslit mótsins má finna á slóðinni http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2011/index.htm
Fullt af myndum er að finna á http://www.flickr.com/photos/skautafelag/collections/72157625698494121/