Jötnaleikur í kvöld

Í kvöld kl 19:30 taka Jötnar á móti Bjarnarmönnum í Skautahöllinni á Akureyri.  Jötnar unnu síðustu tvö leiki gegn þeim í síðustu viku og eru sem stendur í 3. sæti deildarinnar.  Ætli þeir sér að halda sæti sínu dugar ekkert annað en sigur í kvöld.

Íslandsmótið hefst 31. janúar

Sjö lið skráðu sig til leiks í Íslandsmótinu að þessu sinni. Ákveðið hefur verið að ekki fari fram úrslitakeppni.

Þeir sem vilja panta félagspeysur hafi samband

 Nú stendur til að panta félagspeysur. Þær eru frá 66° Norður og eru úr powerstretch flís, rauðar fyrir stelpurnar en svartar fyrir strákana. Peysurnar eru merktar með logo-i skautafélagsins. Til að finna réttu stærðina er hægt að fara niðrí 66° Norður á Glerártorgi og máta og senda síðan pöntun á netfangið jona@nordlenska.is fyrir föstudaginn 4. febrúar nk. Einning er hægt að fá skautabuxur frá 66° Norður sem eru svartar og úr powerstretch. 

Peysur:Barnastærð 92-164: kr. 6.700, Fullorðins xs-xl: kr. 10.900 

Buxur:Barnastærð 92-164: kr. 4500,  Fullorðins xs-xl: kr. 7100 

Besta kveðja, Jóna

Hreint mótið í Skautaöllinni um helgina fyrir 5., 6. og 7. flokk

Nú um helgina verður seinna mótið af tveimur, HREINT mótið, í vetur fyrir yngstu iðkendurna þ.e. 5., 6. og 7. flokk. Þátttakendur í þessu HREINT móti verða rúml. 150 og á þessum mótun er alltaf mikið fjör og skemmtan og börnin bíða þessara stórviðburða ávallt með óþreyju. Styrktaraðili mótsins er Hreint ehf. og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. DAGSKRÁ MÓTSINS má skoða hér.   Liðsskipanina er að finna undir

Leiknum lauk með sigri Víkinga 6 - 1

Víkingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með góðum 6 - 1 sigri á SR hér í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld.  Fyrir þennan leik var ljóst að þessi tvö lið munu mætast í úrslitum í byrjun mars og því ætluðu bæði lið að gefa tóninn fyrir það sem koma skal.  Einhver taugatitringur var í mönnum í upphafi leiks og leikurinn fór varla almennilega af stað fyrr enn í 2. lotu.  1. lota var markalaus en 2. lota byrjaði af miklum krafti.


Í byrjunar uppkastinu barst pökkurinn til Andra Más sem sló pekkinum aftur til Ingvars í vörninni sem sendi fasta stungu á Rúnar Rúnarsson á fjær bláu sem stakk sér eins og elding upp að marki og lék Ævar grátt í markinu.  Þarna voru aðeins liðnar 11 sekúndur af lotunni en á 28. mínútu jafnaði Tómas Tjörvi með aðstoð Þormóðssona.  Aðeins þremur mínútum síðar kom sigurmarkið hjá Víkingum og óhætt að segja að það hafi verið „einstaklega glæsilegt“, dularfullur slöngvu floppari utan af miðjum velli sem rétt slapp við að lenda í loftljósunum áður en hann skoppaði fyrir framan markið og inn í netið á meðan Ævar var að borða nestið sitt, algerlega óviðbúinn þessari himnasendingu.  Staðan 2 – 1 og þannig lauk 2. lotu.

Hér verður "live" útsendinga af leiknum ef hægt verður

Þessi útsending er ekki fullkominn heldur bara verið að prófa hvað hægt er að gera með þeirri tækni sem tiltæk er.

 

Skil á öskudagspöntunum

Vil minna ykkur á að koma og skila inn öllum öskudagspöntunum á morgunn miðvikudag kl. 16:30 - 17:30.

Kristín og Allý

Toppslagur í kvöld hér á Akureyri

Í kvöld kl. 19:30 verður leikur hér í Skautahöllinni á milli Víkinga og Skautafélags Reykjavíkur en liðin deila efsta sætinu á Íslandsmótinu, með jafn marga leiki og jafn mörg stig.  Leikurinn í kvöld verður því um toppsætið og því má reikna með góðum leik.  Lið Víkinga verður fullskipað, að undanskildum þjálfaranum Josh Gribben en hann mun verða upptekinn á reiðistjórnunarnámskeiði á vegum Íshokkísambandsins.

Af þeim sökum má reikna með því að liðið verði stillt á sjálfstýringu í kvöld en á þeirri stillingu landaði liðið nokkrum sigrum í fyrra.

Fjáröflun fyrir A, B og C iðkendur

Miðvikudaginn 25. janúar kl:18:00 verður fundur í Skautahöllinni með fulltrúa endurvinnslunnar sem fræðir okkur um fjáröflun sem við getum nýtt okkur. Aðeins foreldrar sem hafa reynslu af rekstri heimilis geta tekið þátt í fjáröfluninni. Hver og einn nýtir það sem hann safnar í það sem viðkomandi hentar tengt skautunum t.d. skautaæfingabúðir í sumar, æfingagjöld o.s.frv. Nánari fyrirspurnir má senda á hildajana@gmail.com

Nýársmótið: Ólafur Hreinsson sigraði

Nýársmótinu lokið, liðsmenn Garpa röðuðu sér í efstu sætin.