Æfingar um helgina

Búið er að aflýsa Brynjumóti um helgina svo að æfingar falla ekki niður um helgina eins og áður hafði verið auglýst.

Æfingar falla niður vegna Brynjumóts!

Um næstu helgi er Brynjumót í Íshokký og falla því niður æfingar, bæði ís og afís æfingar hjá listhlaupadeildinni laugardaginn 11. nóvember og æfingar fyrir hádegi sunnudaginn 12. nóvember!  Æfingar  milli 17 og 20 á sunnudagskvöldið haldast óbreyttar!

Úrslit Haustmóts ÍSS 2006

Við óskum keppendum SA til hamingju með góðan árangur á Haustmóti ÍSS sem haldið var í Skautahöllinni í Laugardal um síðustu helgi!  Úrslit eru undir "Lesa meira".

SA-SR!

Dagskrá Brynjumótsins 11. og 12. nóv. 2006

Nú liggur fyrir dagskrá Brynjumótsins sem haldið verður um næsu helgi í Skautahöllinni hér á Akureyri. Skoða má dagskránna

Brynjumót um næstu helgi

Nú líður að Brynjumóti og dagskrá að verða tilbúin. Ég reikna með að setja dagskránna hér á netið í kvöld eftir stjórnarfund. MJÖG ÁRÍÐANDI er að allir séu búnir að skrá sig, svo þið sem eigið það eftir drífið nú í því með tenglinum hér til vinstri. kv...reynir.

Sannfærandi sigur hjá stelpunum

Í gærkvöldi mættust kvennalið SA og Bjarnarins í Skautahöllinni á Akureyri og lauk leiknum með frekar áreynslulitlum sigri SA gegn vængbrotnu liði Bjarnarins - lokatölur 7 – 2.  SA mætti með allt sitt sterkasta lið en Bjarnarstelpur voru aðeins með sjö útileikmenn auk þess sem lykilleikmenn vantaði hjá þeim, en það er skarð fyrir skyldi þegar t.a.m. vantar Öggu í liðið.

En SA liðið spilaði leikinn vel, stelpurnar létu pökkinn ganga, héldu stöðunum sínum og leystu verkefnið á viðeigandi hátt og spiluðu á þremur línum allan tímann.

Mörk og stoðsendingar
SA:  Sarah Smiley 2/2, Sólveig Smáradóttir 1/2, Anna Sonja Ágústsdóttir 2/0, Jónína Guðbjartsdóttir 1/1, Hrund Thorlacius 0/2, Steinunn Sigurgeirsdóttir 1/0, Sigrún Sigmundsdóttir 0/1,  Vigdís Aradóttir 0/1

Björninn:  Hanna Heimisdóttir 2/0, Sigríður Finnbogadóttir 0/1

SA - Björninn; 8 - 5

Í gærkvöldi vann Skautafélag Akureyrar frækinn sigur á Birninum í mfl karla.

Mfl. SA vann 8 -5

SA víkingarnir unnu góðan sigur á Birninum í annars jöfnum og spennandi leik í kvöld.

Röng tímasetning í dagskránni

Auglýstur tími í Dagskránni á mfl. leiknum á morgun er ekki réttur. Hið rétta er að upphitun byrjar kl.17,00 og leikurinn um kl.17,30 og svo kvennaleikurinn kl.20,30 eða strax á eftir karlaleiknum.  ÁFRAM SA ...................