Athugið að Björninn er búinn að gjörbreyta dagskránni

Dagskrá 4.flokks mótsins í Egilshöll um helgina hefur verið breytt verulega, hægt er að skoða nýju dagskránna hér.

Skautanámskeið

Viltu læra að skauta.

 Fjögurra vikna leikjanámskeið á skautum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 4-5 ára og 6-7 ára hefst sunnudaginn 15. október. Kennt verður einu sinni í viku á sunnudögum milli kl. 16:15 og 17:00. Námskeiðsgjald verður kr. 2000. Skráning verður á staðnum á milli kl. 15:30 og 16:10 sunnudaginn 15. október. 

  Ath. að Skautahöllin leggur til skauta og hjálma endurgjaldslaust meðan á námskeiði stendur.  

4. flokks Landsbankamót í Egilshöll 13.-15. október 2006

Vegna ferðar til Reykjavíkur næstu helgi verðum við í Skautahöllinni (fundarherbergi) fimmtudaginn 12. október frá kl. 18-19 og tökum á móti greiðslu sem er  11.000 kr., þeir sem eiga inneign í sjóði geta látið hana ganga upp í greiðslu.  Ath! ekki er hægt að greiða með korti.  Einnig munum við afhenda lista yfir það sem þarf að hafa með.

Allar nánari upplýsingar veitum við á fimmtudaginn.            Foreldrafélagið

Dagskrá Landsbankamóts 4.flokks

Björninn hefur gefið út Dagskrá fyrir 4.fl. Landsbankamótið um næstu helgi

Fundur 14/10

Fundurinn á laugardag er einnig ætlaður fyrir 3 hóp og gott væri að sem flestir sæu sér fært að mæta. Helga kemur einnig á fundinn.

Fyrirlestrar!!!

Fyrirlestur um mataræði íþróttafólks á líkamsræktarstöðinni Bjargi í dag  (sunnudag ) 8. október.  

Kl 15:00 ætlar Fríða að tala um mataræði íþróttafólks sem er 16 ára og yngra.  Hvernig á að borða á æfingatímabilinu, daginn fyrir keppni, á keppnisdag?  Þetta eru spurningar sem foreldrar eru líka að velta fyrir sér og því æskilegt að þeir mæti með börnum sínum. 

 

Kl. 16:30 er síðan fyrirlestur og spjall um mataræði keppnisfólks í öllum íþróttagreinum.  Afreksfólks, áhugahlaupara, þeirra sem æfa mikið og vilja bæta árangur sinn.  Eru fæðubótaefnin nauðsynleg?  Hvernig á þá að nota þau?

 Verð:500kr fyrir 17 ára og eldri

 

 

 

 

 

afsláttamiðar frá Ak.bæ!!!!

Halló!! Ef foreldrar vilja að börnin nýti afsláttinn út á afsláttarmiðana frá Akureyrarbæ (íþrótta og tómstundaráði) þá endilega komið þeim til okkar í stjórninni. Tökum á móti þeim fram á miðvikudag 12. okt síðan verða sendir út gíróseðlar fyrir full æfingagjöld. :-)

Sigur í seinni leiknum

Í morgun spiluðu stelpurnar aftur við Björninn og unnu 0 - 3.  SA góóóóðar (o:  

Foreldra- og þjálfarafundur

Laugardaginn 14: okt. kl: 13:00 verður fundur í Skautahöllinni með Hönnu þjálfara. Þar mun hún útskýra nýja tímatöflu og af hverju hún vill samnýta tímana með iðkendum flokka. Foreldrar eru hvattir til að mæta. Kveðja Stjórnin

Tónlist!!

Helga ætlar að fara í gegnum tónlistardiskana fyrir iðkendur á miðvikudaginn 11. okt. og taka frá þá diska sem eru ekki í notkun. Á föstud. laugardag og sunnudag (á æfingartímum) eru iðkendur hvattir til að mæta og fá tónlistardiskana sína lánaða og láta taka afrit af þeim og skila síðan aftur eins fljótt og hægt er.  Það er mjög nauðsynlegt að hver iðkandi eigi heilan og órispaðan disk þegar kemur að keppni. Iðkendur eiga líka að eiga eitt eintak sem þeir geyma í skautatöskunni og nota þegar þeir eru að æfa dansinn sinn með tónlist. :-)