SA hafði sigur

SA sigraði Björninn í framlengdum fyrsta leik meistaraflokks karla í Íslandsmótinu 4- 5.

Staðan Björninn - SA

Hafði fréttir af því að staðan hefði verið 3 - 4 fyrir SA eftir 2 leikhluta, meira á eftir.

innritanir

Opinn  tíminn til innritunar á listskauta er á mánudögum frá 17:00-17:30 en ekki 17:45-18:15. Einnig er hægt að innrita á heimasíðunni. Einnig er opinn tími á miðvikudag 20/9  frá kl: 16:00-17:00

1. leikur í Mfl. á laugardag

Íslandsmótið í meistaraflokki byrjar á laugardaginn næsta. Þá mætast Björninn og SA í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 19.00. Eitt af því skemmtilega við þennan leik og lafnvel fleirri leiki þessara liða að þetta er nánast alíslenskt hokkí, svo nú er að sjá hvort eitthvað af getu og "lipurð" erlendu leikmannanna sem verið hafa í liðunum loði nú við íslenska kollega þeirra. Nú mæta leikmenn leikþyrstir á ísinn eftir langt hlé svo slá má föstu að framundan sé leikglaður og skemmtilegur leikur.  ÁFRAM SA....

Leikmenn.

Já! S.A. hefur ekki sagt sitt síðasta í "leikmannakaupum" í vetur. Þar sem Narfamenn hafa ákveðið að leggjast í dvala í vetur, hafa þeir Helgi Gunnlaugsson, Elvar Jónsteinsson og Sigurður "ekkert nema sigur" Sigurðsson boðað endurkomu í lið S.A. Með komu þessara þriggja manna mun S.A. án efa styrkjast til muna, hvort sem er í þyngd eða aldri...og auðvitað getu :) ÁFRAM S.A.!!!!

Morgunæfingar

Morgunæfingartíminn á þriðjudögum og fimmtudögum verður framvegis frá 6:30-7:15

Hópaskiptingar

Í haust breyttust nöfnin á æfingahópunum og eru nöfnin nú eftir ístímunum. 1. hópur er nýr flokkur fyrir yngstu byrjendurnar. Sá hópur æfir einu sinni í viku. 2. hópur er gamli 4. flokkur (fyrir börn eldi en 6 ára) og æfir 2 sinnum í viku á ís. 3. hópur er 3. svarti og hvíti og æfir 3 sinnum á ís. 4. hópur er gamli 2. flokkur og æfir 4 sinnum í viku. 5. hópur er gamli fyrsti flokkur og æfir 5 sinnum á ís. U hópur er nýr hópur fyrir þá iðkendur sem ekki vilja æfa oft í viku.  U hópur æfir 3 sinnum á ís. M hópur er gamli meistaraflokkurinn.

Nýr aðstoðarþjálfari kominn

Um síðustu helgi kom til okkar nýr aðstoðarþjálfari Sara Smiley, en hún er frá Kanada og mun einnig spila með kvennaflokknum í vetur. Sara er lærð í hreyfifræðum ( skrítið orð en ég fann ekkert annað yfir það í bili ) og mun líka sjá um afísæfingar hjá flokkunum í vetur. Við höfum fulla trú á að framlag hennar ásamt  Denna muni skila sér í markvissara og öflugra starfi í vetur, og ekki hvað síst í yngri flokkunum þar sem markmiðið er að skapa fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem allir hafi gaman af að sækja.

Innritun

Miðvikudaginn 13. september verður innritun fyrir þá sem eru ekki búnir að skrá sig. Innritunin er milli 16:00-17:00 í skrifsofunni í Skautahöllinni. Einnig er hægt að innrita sig í síðu félagsins undir listskautar - Skráning í félagið.

Úrslit í 3.fl í gær

Eftir nokkuð jafna fyrstu tvo hlutana sigu Bjarnar menn framúr og unnu 3.hlutann  1 - 4 svo lokatölur urðu 4 - 7 fyrir Birninum.