Klipping á tónlist!

Þeir iðkendur sem eru búnir að finna sér tónlist til að skauta við í vetur geta haft samband við Hall í síma 6167359 til að klippa tónlistina í viðeigandi lengd.  Ef þið eruð ekki viss um lengd tónlistarinnar hringið þá í Helgu í síma 6996740 (ekki eftir 10 á kvöldin). 

Þar sem að flokkanöfnunum hefur verið breytt er eðlilegt að fólk sé í smá vandæðum að átta sig fyrst í stað en við viljum benda á að nánari útskýringar á flokkaskiptingum er að finna í valmyndinni hér til vinstri. 

 

Æfingar

Mánudaginn 4. september hefjast æfingar samkvæmt æfingartöflu. Enn vantar afístíma inn í töfluna og verða þeir ekki reglulegir næstu 2 vikur, heldur í samráði við þjálfara. Munið Skráningartímana á mánudaginn og miðvikudaginn og svo er einnig hægt að skrá á netinu :-)

Innritanir

Verðum á skrifstofunni í Skautahöllinni til að taka á móti skráningum á listskauta  mánudaginn 4. september milli kl: 17:45 - 18:15 og miðvikudaginn 6. september kl: 16:00-17:00.

Æfingar byrja samkvæmt tímatöflu 4. september!

Tímataflan 2006-2007 tekur gildi frá og með mánudeginum 4.september.

Þá byrja einnig æfingar hjá 1. og 2. hópi sem eru byrjendaflokkar og flokkar fyrir styttra komna.  Fyrsta æfing hjá 2. hópi er því á mánudaginn 4. september milli 16 og 17 og fyrsta æfing hjá 1. hópi á miðvikudaginn 6. september milli 16 og 17.  Fyrstu 1-2 tímarnir hjá 1. og 2. hópi verða eins konar leikjatímar þar sem krakkarnir fá tækifæri til að venjast svellinu og kynnast þjálfurum og öðrum iðkendum í hópunum.  Krökkunum verður síðan raðað í minni 5-10 manna hópa sem haldast svo að mestu óbreyttir út önnina.

Eldri iðkendur í hópum M, U, 5, 4 og 3 hafa þegar hafið æfingar en af-ís æfingar hefjast í næstu viku, en það verður auglýst síðar.  Fimmtudaginn 31. ágúst verður skokkæfing hjá M, U og 5. hópi og hittumst við rétt fyrir 17 í skautahöllinni.  Skokkað verður að Leikhúsinu og til baka, bara létt skokk til að byrja veturinn á!

Búið er að uppfæra mótaskrá hér í valmyndinni til vinstri og er þar hægt að sjá hvaða keppnir boðið verður upp á í vetur hjá skautasambandinu.  Enn á eftir að setja inn innanfélagsmót og sýningar, en það kemur bráðlega.

Einnig viljum við benda á síðu Skautasambands Íslands en þar eru ýmsar góðar upplýsingar.

Breyting á æfingatíma á morgun!

Á morgun sunnudaginn 27. ágúst verður breyting á æfingatíma.  Bæði M og 5. hópur mæta milli 18 og 19!

Tímabundna tímataflan er komin í valmyndina hér til vinstri á síðunni og er hún í gildi til 4. september en þá tekur tímataflan 2006-2007 gildi.  Sú tímatafla er þó birt með fyrirvara og geta einhverjar smávægilegar breytingar orðið á henni.

Allir iðkendur sem þurfa nýjan dans eiga að koma með tónlist til Helgu þjálfara fyrir mánudaginn 4. september.  Einkatímar ætlaðir til vinnslu í prógrömmum/dönsum verða á tímabilinu 4.-19. september og verður einkatímatafla hengd upp á korktöflu í klefa 3 á mánudaginn nk.  Allir verða að muna að skrá sig tímanlega.  (30 mín. í einkatíma kosta 1500 kr og 60 mín. 3000 og greiðist áður en einkatíminn hefst).

Frá og með mánudeginum 28. ágúst er ætlast til að iðkendur mæti a.m.k. 20 mín. fyrir hvern ístíma og hiti upp og skokki í 10 mín. eftir hvern ístíma og geri teygjur.

Nýir skautar

Þeir sem þurfa að láta setja járn undir nýja skauta er bent á að hafa samband við Denna, sími: 899-0043. Hann verður inn í skautahöll föstudaginn 25/8.eftir kl 16:00

 

Hokkíæfingar byrja skv. æfingatöflu þriðjudaginn 22. ágúst

Hokkíæfingar byrja skv. æfingatöflu þriðjudaginn 22. ágúst

timi timi man þri mið fim fös lau sun
     meist          
08:00 09:00           4 fl list
09:00 10:00           3 fl list
10:00 11:00           5 fl list
11:00 12:00           list 6 og 7
12:00 12:50           list byrjendur
13:00 14:00      OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ
14:00 15:00 Heflun     OPIÐ   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ  OPIÐ
15:10 16:00 List 6og7 fl list   OPIÐ   OPIÐ  OPIÐ  OPIÐ
16:00 16:55 List 5 fl list byrjendur list  OPIÐ  OPIÐ
16:55 17:05 Heflun heflun heflun heflun heflun  
17:05 18:00 List 4 fl list 6 og 7 fl list leikir list
18:00 19:00 List 3 fl list 4 og 5 fl list leikir list
19:00 20:00 List 2 fl list 3 fl   leikir list
19:55 20:05 Heflun heflun heflun heflun heflun    
20:00 21:00 krulla meist old boys kvenna     kvenna
21:10 22:00 krulla kvenna krulla 2 fl     old boys
22:00 23:00 krulla   krulla meist     old boys

Æfingar hefjast á morgun

Jæja nú ættu allir að vera búnir að fá heimsent bréf um byrjun vetrarstarfsins. Æfingar hefjast á morgun samkvæmt æfingatöflu sem skoða má með því að smella á "lesa meira" hér fyrir neðan. Aðalþjálfari okkar þetta árið verður Denni (Sveinn Björnsson). Einnig fáum við til okkar Kanadíska hokkíkonu Söru Smiley sem auk þess að spila með kvennaflokknum mun sjá um aðstoðarþjálfun hjá félaginu. Nú er um að gera að allir mæti ferskir og glaðir eftir hvíld sumarsins. Einnig þurfa allir að muna eftir að skrá sig, og best er að gera það með tenglinum í valmyndinni hér til vinstri og muna að vanda alla upplýsingagjöf.

Meistarar.

Hér er hægt að sjá meistara í hinum ýmsum löndum.

http://www.iihf.com/news/iihfpr5606.htm

Smá breyting!

Af óviðráðanlegum orsökum falla æfingar niður á morgun sunnudaginn 20. ágúst.  Æfingar byrja því á mánudaginn 21. ágúst.