Góður dagur fyrir SA

Í dag spiluðu á Akureyri í 2.fl. SA og SR og lauk þeim leik með naumum sigri SA manna eftir mjög hraðan og spennandi leik 10 - 9. Einnig spiluðu stelpurnar í Egilshöll við stöllur sína úr Birninum og sigruðu nokkuð örugglega 3 - 8.

Leikur hjá 2 flokki.

Laugardaginn 7 október mun S.A. leika gegn S.R. í 2 flokki. Bæði lið hafa hafa tapað sínum fyrstu leikjum og má því búast við hörkuleik þar sem mönnum hungrar í sigur. Leikurinn hefst kl 17:30. Allir að mæta í höllina og styðja sína menn. ÁFRAM S.A.!!!!!!

Kvennaflokkur Björninn - SA

Á laugardeginum meðan stákarnir spila hér fyrir norðan munu stelpurnar etja keppni við Bjarnarstelpur í Egilshöll. Þeirra leikur byrjar kl.18,15 og einnig spila þær annann leik á sunnudagsmorgninum kl. 08,30. þetta eru fyrstu leikir vetrarins í kvennaflokki og því spennandi að sjá hvernig þær koma undan vetri.    ÁFRAM SA.............

Dósasöfnun 4. til 7.flokkur

Nú er komið að því, við ætlum að safna dósum miðvikudaginn 4. október frá kl. 18-20.  Getið náð ykkur í poka og götur inn á svell frá kl. 17:45 og byrjað að skila dósunum upp í endurvinnslu kl. 19.  Munið að einungis þeir sem mæta og safna fá pening.     Foreldrafélagið

Innihaldslýsingar!

Allir þeir iðkendur nema keppendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C eiga að skila inn innihaldslýsingum af prógrömmunum sínum.  Þar eiga að koma fram öll "element" þ.e.a.s. öll stökk, pírúettar, sporasamsetning og vogarsamsetning í réttri röð.  Vil ég biðja alla iðkendur sem eru komnir með prógröm að skila innihaldslýsingum til mín með e-maili fyrir miðvikudag.  Þeir sem eru ekki komnir með prógröm skila innihaldslýsingum um leið og prógram er tilbúið.  Hér fyrir neðan í "lesa meira" er dæmi um hvernig á að skrifa innihaldslýsingar! Það er nauðsynlegt að allir skili þessu inn sem fyrst annars getur keppandi ekki tekið þátt í keppni!!  Vinsamlegast sendið innihaldslýsingarnar á helgamargret@internet.is (líka þeir sem búnir voru að skila inn handskrifuðum innihaldslýsingum).

Foreldrafélagsfundur

Mánudaginn 9. október kl: 20:00 verður fundur hjá foreldrafélagi Listhlaupadeildar. Gaman væri að sjá sem flesta mæta.

Félagaskipti.

Meistaraflokkur S.A. heldur áfram að "hlaða" á sig íslenskum stórstjörnum, í dag var óskað eftir félagaskiptum fyrir nokkra leikmenn og eru þeir ekki af verri endanum. En þetta eru þeir....

Aðalfundur Foreldrafélags

Aðalfundur foreldrafélags hokkídeildarinnar verður haldinn fimmtudaginn 5. október næstkomandi í Skautahöllinni

Búið að gefa út mótaskrá fyrir tímabilið

Í hádeginu gaf mótanefnd út dagskrá vetrarins.........

Forvarnardagur

TAKTU ÞÁTT - hvert ár skiptir máli
 
Í dag 28. september er haldið upp á Forvarnardag í öllum grunnskólum landsins. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf og bíða með að hefja áfengisneyslu eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
 
Mikil dagskrá hefur verið kringum verkefnið og má helst að nefna - auk dagsins í dag í skólunum - Kastljósið í kvöld sem verður helgað málefninu sem og opið hús hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingum á laugardaginn 30.september.  
Hvetjum við því alla 9. bekkinga að mæta í skautahöllina á laugardaginn og kynna sér starfsemi Skautafélagsins auk þess að skella sér ókeypis á skauta!!
 
Einnig viljum við benda á heimasíðu verkefnisins á www.forvarnardagur.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og forvarnir almennt.