4.Fl.Mót Laugardal

Dagurinn var tekinn snemma og 4.b mætti í 1. leik kl. 08:00 við SR-b2 úrslitin þar voru 4-1 SR í vil, kl. 09:45 var svo spilað við SR-b1 og þar gekk aðeins betur 3-2 fyrir SR. 4.fl. spilaði svo við SR-a úrslit 1-8 síðast við Björninn-a þar sem Björninn vann 4-2. Þeim leik lauk um eittleytið og fóru þá flestir í sund og síðan var pizza-veisla um þrjú og svo var haldið í keilu kl. fjögur til fimm. Svo var 4. flokks strákunum sem spila áttu með 3.fl. skuttlað upp í Egilshöll og dokað þar við um stund og fylgst með 1. leikhluta áður en farið var á gistiheimilið til að nærast og hvílast. Einhverjar myndir voru teknar yfir daginn og hægt að smella hér til að skoða þær.

4.Fl.Mót Laugardal

Jæja, í dag var að sumu leiti merkilegur og ánægjulegur dagur því 4.flokkurinn okkar vann sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu er þeir lögðu Björninn 5:4 í mjög skemmtilegum og vel spiluðum leik. Ferðinn suður gekk afar vel, örlítil hálka var langleiðina í Varmahlíð en auður vegur eftir það. Stoppað var eins og venjulega í Staðarskála og borðað nesti en annars var ferðin tíðindalítil og átakalaus við vídeóáhorf og afslöppun. SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDIR

Spánverjar eitraðir á "power play"

Strákarnir urðu að lúta í gras fyrir spanjólum: Spánn-Ísland 5-2 (0-1)(2-0)(3-1).

Stórar kýr

Eftirfarandi frétt birtist í Otago Daily Times.

4.FL. mót í laugardal um helgina

Nú er komið að því að 4.fl. og 4fl.b (5.fl.) fari suður í síðasta hluta Íslandsmótsins í þessum flokki. Þessi hluti fer fram í Laugardalnum og byrjar fyrir okkur á föstudagskvöld og klárast á sunnudagsmorgun. Smelltu hér til að skoða dagskrá mótsins Að venju fer hópurinn með rútu frá Skautahöllinni öðru hvoru megin við hádegi á föstudeginum og kemur til baka síðdegis á sunnudeginum (svona nokkurn vegin). Auðvitað sendum við svo öllum hópnum baráttukveðjur og óskum þeim góðrar ferðar og skemmtunar.

3-2 sigur gegn N-Kóreu !

Strákarnir knúðu fram sigur gegn N-Kóreu 3-2 (1-2)(1-0)(1-0) eftir að hafa farið ílla af stað!

Jón með 2, Birkir með 1

Íslenska karlalandsliðið tapaði opnunarleik sínum við Belga í dag. Leikurinn fór 3-4(1-2)(1-1)(1-1).

Landslið Kvenna: Ísland - Nýja Sjáland 4 - 4

Eftirfarandi var að berast með SMS. "Það fór 4-4 NZ jafnaði á 59:59, því miður héldum við þetta ekki út, við lentum 1-3 undir en komumst 4-3 yfir en síðan jafnaði NZ."

Bætum við eftir því sem við fáum upplýsingar!

Hvar eru stelpurnar?

Þótt seint sé í rassinn gripið viljum við að eftirfarandi komi fram. Kvennalandsliðið gistir á Southern Cross Hotel í Dunedin. Síminn þar er 477 0752 og faxið er 477 5776. Landsnúmerið er 64 og svæðisnúmerið er 03. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef á að sleppa 0-inu í svæðisnúmerinu. Þannig að síminn beint er þá:

00 64 3 4770752 herbergjaskipan er endurtekin undir meira

Landsliðið karla leikur æfingaleik við Gentofte

Í kvöld lék landslið karla æfingaleik við Gentofte sem liður í undirbúningi að heimsmeistarakeppninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á að horfa. Danir höfðu betur, 5-4, en jafnt var á öllum tölum upp í 3-3. Litlu munaði að drengjunum tækist að jafna á síðustu mínutunum.