Kvennalandsliðið tapaði fyrir Rúmenum

Æ svei-attanns stelpurnar náðu ekki að knýja fram sigur í leiknum við Rúmena. Leikurinn var jafn og spennandi en fjallað er nánar um hann á heimasíðu ÍHÍ. Leiknum lyktaði 0-2 (0-0)(0-2)(0-0).

Akureyrarmót 2005

Á morgun 2. apríl er Akureyrarmót í listhlaupi þar sem allir keppnisflokkar listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar keppa.  Mótið hefst kl. 9 og stendur til 13.  Foreldrafélagið mun vera með veitingar á vægu verði en aðgangur að mótinu er ókeypis.  Vonumst eftir að sjá sem flesta!

 


Undir tenglinum meira er svo dagskrá mótsins. 

Pavol Demitra kemur í heimsókn!

Þær ánægjulegu fréttir bárust i morgun að Pavol Demitra æskufélagi Jans Kobezda þjálfara S.A. ætlar að heimsækja félaga sinn síðar í þessum mánuði og eru líkur á að hann taki eina létta æfingu með S.A.  Ekki þarf að velkjast í vafa um að mjög góð mæting verði á þessa æfingu!

Stelpurnar tapa fyrir Kóreu

Á vef ÍHÍ er komin frétt um gengi kvennaliðsins í fyrsta leiknum gegn Kóreu. Þær töpuðu fyrstu tveimur leikhlutunum 4-0 og 3-0 en náðu sér á strik í 3. leikhluta og unnu hann 2-1. Það var Patty okkar (Patricia Huld Ryan) sem skoraði fyrsta markið í sögu kvennalandsliðsins sem var viðeigandi því hún skorðai líka fyrsta mark liðsins í æfingaleik við SR í gulldrengjamótinu fyrir stuttu síðan. Hulda okkar Sigurðardóttir skorðaði seinna markið.

Kvennalidid tapar fyrir Koreu 8-2 (3-0)(4-0)(1-2)

Tekið af vef ÍHÍ

Kvenalandsliðið komið til Nýja Sjálands

Þá eru stelpurnar komnar til Nýja Sjálands. Eftirfarandi frétt er tekin af vef ÍHÍ, en hefur ekkert frést frá fréttaritara sasport.is á svæðinu. TIl upprifjunar þá eru Stelpurnar í Dunedin sem er við Otago-skaga á suðureyjunni. Þetta eru rétt tæpir 18000 km héðan eins og krákan flýgur. Dunedin er á 170°austlægrar lengdar og um 45°suðlægrar breiddar. Þeir eru 12 tímum á undan okkur svo fyrsti leikur stelpnanna sem er á morgun kl 16:30 að startíma er klukkan hálf fimm í fyrramálið að okkar tíma. 

Ísland heldur sæti sínu í U18

Jæja drengirnir í U18 náðu takmarki sínu og héldu sæti sínu í 2. deild. Í síðasta leik mótsins unnu Ungverjar Rúmena 7-2 og þar með féllu Rúmenar í 3. deild. Þá er lokið þáttöku íslands í 2 af 4 landsliðsflokkum, nl. U20 og U18, og nú fer að líða að keppni A-landsliða kvenna og karla. Stelpurnar í S.A. héldu af stað í morgun áleiðis til Reykjavíkur, og allur hópurinn fer út á þriðjudagsmorgun.

Ísland - Mexikó 3-8 (2-2)(1-3)(0-3)

Árans andleysi lagðist yfir drengina í leiknum gegn Mexikóum. Þeir byrjuðu með látum og komust í 2-0 en Mexikóar jöfnuðu fyrir lok fyrsta leikhluta.

Tap fyrir Litháum

Leikurinn við Litháa byrjaði geysivel og drengirnir okkar leiddu 1-0 eftir fyrsta leikhluta, eftir tvo var staðan 1-2 Litháum í vil og ennþá allt opið en í þriðja leikhluta gékk allt á afturfótunum.

Stórsigur á Rúmenum

Strákarnir í U18 landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og burstuðu lið gestgjafanna 10-1! (6-1)(2-0)(2-0). Guðmundir Guðmundsson opnaði markareikning liðsins og Gauti Þormóðsson fylgdi í kjölfarið með 3 mörk í röð í fyrsta leikhluta eða svokallað "natural hat-trick" Patrick Ericsson og Jón Úlfar Andrésson bættu við mörkum fyrir lok fyrsta leikhluta.