Leikur gærkvöldsins kominn inn á ishokki.tv

Upptaka Reynis Sigurðssonar af leik Víkinga og Bjarnarins í úrstliakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí, sem fram fór í gærkvöldi, er komin inn á vefinn ishokki.tv.

1-0

Þrátt fyrir að hafa oft leikið betur náðu Víkingar á endanum að leggja Björninn að (s)velli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í íshokkí.

Úrslitakeppni karla: Víkingar mæta Birninum í kvöld

SA Víkingar taka á móti Birninum í kvöld kl. 20.00 í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí. Þetta er fyrsti leikur liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum.

Víkingar - Björninn - FRESTAÐ TIL KL. 20 Á FÖSTUDAGSKVÖLD

Leik Víkinga og Bjarnarins, sem vera átti í dag kl. 19.30, hefur verið frestað til morguns. Nýr leiktími er kl. 20.00 föstudagskvöldið 14. mars. Skautadiskó fellur því niður vegna þessa.

Öruggur sigur deildarmeistaranna

Deildarmeistarar Víkinga unnu öruggan átta marka sigur á SR-ingum í lokaleik deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí í gær. Víkingar enduðu deildina með átta stiga forskoti á Björninn.

Íslandsmótið í krullu: Garpar í úrslitaleikinn

Garpar sigruðu Mammúta og Ice Hunt sigraði Freyjur í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu í gærkvöldi.

Lokaleikur deildarkeppninnar í kvöld; Víkingar-SR

Í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. mars, mætast Víkingar og SR í mfl. karla á Íslandsmótinu í í shokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30.

Íslandsmótið í krullu: Úrslitakeppnin hefst í kvöld

Fyrsta umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu verður spiluð í kvöld, mánudagskvöldið 10. mars. Þá mætast Garpar og Mammútar annars vegar og Ice Hunt og Freyjur hins vegar.

SA Íslandsmeistarar!

Lið SA sigraði lið Bjarnarins með fimm mörkum gegn engu í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í kvöld og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 13. sinn.

Ísold Fönn önnur í sínum flokki á Sportland Trophy

Hin kornunga Ísolf Fönn Vilhjálmsdóttir varð í öðru sæti í sínum flokki á listhlaupsmóti í Ungverjalandi um helgina. Níu stúlkur frá SA tóku þátt í mótinu.