28.10.2012
Sextánda Brynjumótinu lauk í Skautahöllinni á Akureyri upp úr hádegi í dag. Um 150 krakkar frá þremur skautafélögum tóku þátt.
28.10.2012
SA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Bikarmóti Skautasambands Íslands sem fram fór í Egilshöllinni um helgina. Þær koma heim með fern gullverðlaun, ein silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun.
27.10.2012
Jötnar sigruðu SR-inga, 4-3, í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld eftir að þeir lentu tveimur mörkum undir í öðrum leikhluta. Jötnar eru komnir með 12 stig, hafa aðeins tapað einum leik til þessa.
27.10.2012
Brynjumótið í 5., 6. og 7. flokki hófst í býtið í morgun og stendur fram að kvöldmatartíma í kvöld - áframhald í fyrramálið og verðlaunaafhending í hádeginu.
27.10.2012
Skautahöllin á Akureyri, laugardaginn 27. október:
Kl. 19.30: Jötnar - SR, mfl. kk.
26.10.2012
Listhlaupadeildin stendur í stórræðum við kynningu á starfi deildarinnar þessa dagana með það að markmiði að fá fleiri krakka til að koma og prófa og fjölga þannig iðkendum í listhlaupi.
26.10.2012
Hokkífólk á öllum aldri verður á fullu um helgina. Brynjumót verður hjá þeim yngstu á laugardag og sunnudag, Jötnar fá SR í heimsókn á laugardagskvöld og 3. flokkur verður á helgarmóti í Laugardalnum.
25.10.2012
Kannski á ég jólagjöfina handa skautabarninu ,,,,,
23.10.2012
Föstudagskvöldið 26. október verður meira fjör og skemmtilegra á skautadiskói hjá okkur en á venjulegum föstudagskvöldum. Við ætlum nefnilega að mæta í búningum - já, það verður hrekkjavökuskautadiskó.
23.10.2012
Akureyrarmótinu í krullu lauk í gærkvöldi. Tvö lið urðu efst og jöfn, en Garpar vinna titilinn vegna sigurs í innbyrðis viðureign.