Sumaræfingar LSA fyrir iðkendur í C1, C2, B1, B2, A1 og A2 - 7. júní til 23. júlí

Vinsamlega skráið ykkur á helgamargretclarke@gmail.com fyrir 21. maí. Námskeiðið er innifalið í æfingagjöldunum og kostar því ekkert.

Áhersla námskeiðsins: styrkur - snerpa - liðleiki. Seinni hluta námskeiðsins verður farið dýpra í afís stökk og stökktækni. Mikilvægur undirbúningur fyrir sumaræfingarbúðir í Tékklandi í júlí og hér á Akureyri í ágúst.

Hópur 1: iðkendur fæddir 1996 og fyrr
Hópur 2: iðkendur fæddir 1997 og seinna

Tímatafla námskeiðsins verður sett upp 2 vikur fram í tímann. Af og til verða hóparnir saman en að öllu jöfnu verða æfingar fyrir hvern hóp fyrir sig svo allir fái sem mest út úr æfingunum.

MARAÞONÁHEIT

Ef einhver er enn með áheitablöð v/ maraþonsins þá endilega skilið þeim til mín í dag mánudag í síðastalagi á morgunn þriðjudag ég er heima eftir kl. 16:30

kv. Allý

Skil á pöntunum þrifpakka

Senda má pantanir á þrifpökkum í tölvupósti á hildajana@gmail.com eða skila þeim á fundinum í dag.

MARAÞON OG ÆFINGABÚÐIR

Jæja þá er maraþonið á enda og gekk allt vel, krakkarnir voru til fyrirmyndar og vonum við að þau séu hress og ánægð eftir vökunóttina, þökkum líka foreldrum sem voru á vaktinni kærlega fyrir. Vonumst  til að sjá sem flesta í æfingabúðunum í ágúst og minni hér með á að það þarf að skila inn staðfestingu til okkar í síðasta í dag 3. mai. Æfingabúðirnar verða í 3 vikur þ.e. 9. - 27. ágúst.Tími fyrir yngri iðkendur verður auglýstur fljótlega.

Takk fyrir veturinn.

Allý, allyha@simnet.is /  Kristín Þöll, artkt@internet.is

Ice Cup: Skotarnir sigruðu

Skoska liðið Whisky Macs sigraði Confused Celts í úrslitaleik.

Breyting á tíma á ostravafundi

Vegna dræmrar þátttöku á fundinum á sunnudag ætlum við að færa fundinn til kl 17 á mánudag.

Ice Cup: Undanúrslit

Undanúrslit mótsins hófust með fjórum leikjum klukkan 9 í morgun og var svo fram haldið með öðrum fjórum leikjum sem byrjuðu upp úr hálftólf. Það verða Confused Celts og Whisky Macs sem leika til úrslita um aðalverðlaun mótsins en Strympa og Moscow um bronsið.

Ice Cup: Undanúrlit á laugardagsmorgun - leikir

Strympa, Confused Celts, Moscow og Whiskey Macs leika til úrslita um fjögur efstu sætin í Ice Cup þetta árið.

Ice Cup: Úrslit í D-riðli

Skoska liðið Whisky Macs vann alla leiki sína í D-riðlinum.

Ice Cup: Úrslit í C-riðli

Þrjú lið urðu efst og jöfn með 2 sigra í C-riðlinum. Moscow náði efsta sætinu á árangri í skotkeppni.