22.03.2010
Lokaumferðin í deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Mammútar eru deildarmeistarar annað árið í röð. Garpar, Víkingar og Fífurnar fylgja þeim í úrslitin.
22.03.2010
Á morgun þriðjudag kl. 19:00 mætast yngra og elda kvennalið SA í Skautahöllinni á Akureyri. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur og hafa þær eldri borið sigur úr býtum í þrjú skipti en þær yngri höfðu sigur í vítakeppni í einni viðureigninni. Þær eldri eru með 13 stig eftir 8 leiki en þær yngri eru með 3 stig eftir 8 leiki.
22.03.2010
Morgunístímar á þriðjudagsmorgnum verða settir til hliðar þar til eftir páskaleyfi, Laugargata verður þó á sínum stað.
22.03.2010
Fyrsta Íslandsmótið í krullu hófst á Akureyri 11. febrúar 2002. Þegar mótinu 2010 lýkur verða leikirnir samtals orðnir 344. Sigurgeir Haraldsson hefur oftast alls krullufólks orðið Íslandsmeistari.
22.03.2010
Fjórtánda umferð Íslandsmótsins, lokaumferð deildarkeppninnar, fer fram í kvöld.
21.03.2010
Kvennamótinu lauk á laugardagskvöldið á leik Hákarlanna og Snákanna en það var sjötti og síðasti leikur mótsins. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og segja má að mjög vel hafi tekist með að raða niður í lið, því öll liðin þrjú voru jöfn að styrkleika. Leikmönnum úr öllum liðum og á öllum aldri var raðað saman í þrjár línur í hverju liði og séð var til þess að jafnar línur mættust með reglubundnum skiptingum.
21.03.2010
Tomorrow, Monday March 22nd there will be practice for 3 flk 1900-2000. Tuesday March 23rd MFL and 2 flk will practice together around 2100 after the women's Junior vs. Senior game.
21.03.2010
Foreldrar A keppenda fædd árin 1995-2000 eru boðuð á fund eftir grunnprófsfundinn á mánudagskvöld. Finnlandsverkefnið svo kallaða verður kynnt og til umræðu.
20.03.2010
Nú fer fram í Skauthöllinni á Akureyri kvennamót í íshokkí þar sem um 50 konur frá SA, SR og Birninum á öllum aldri keppa í þremur liðum. Liðin þrjú sem sérstaklega voru sett saman fyrir þetta mót heita Svörtu snákarnir, Rauðu Tígranir og Hvítu hákarlarnir. Hvert lið er skipað þremur línum, hver í sínum styrkleikaflokki, og þannig keppa saman línur af sama styrkleikaflokki allt mótið. Með þessu móti næst að halda keppninni jafnri þrátt fyrir ólík getustig leikmanna.
19.03.2010
Mammútar, Víkingar og Garpar hafa tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins. Skytturnar, Fífurnar og Riddarar berjast um laust sæti.