Listi yfir þá sem eiga eftir afís próf hjá Söruh!

Hér er listi yfir þá sem eiga eftir að taka afís prófið hjá Söruh. Mjög mikilvægt að mæta í dag og klára það!

Mini hokkí í leikhléi

Í fyrra leikhléi í leik SA og SR á laugardaginn voru yngstu iðkendur íshokkídeildar með skemmtilegt atriði þar sem þeir sýndu frábær hokkítilþrif á ísmiðju.  Atriði þetta vakti miklu lukku á meðal áhorfenda og krakkarnir skemmtu sér vel.  Krakkarnir sem fóru á ísinn heita Saga, Katrín, Ingólfur, Karl, Ævar og Alex.

Myndir SA - SR

Sigurgeir Haraldsson tók skemmtilegar myndir á leiknum á laugardaginn og þær má nálgast hér 

 

Yfirburðir á heimavelli

Í gærkvöldi spilaði Skautafélag Akureyrar sinn besta leik í vetur þegar SR-ingar voru kjöldregnir í 6 - 0 viðureign í Skautahöllinni á Akureyri.  Gengi liðsins hefur verið upp og ofan sem af er vetri og frammistaðan á heimavelli hefur hingað til ekki verið upp á marga fiska.  Árið 2010 fór þó vel af stað og þessi sigur í gær er vonandi til marks um það sem koma skal.  Liðinu tókst nú í fyrsta skiptið í vetur að loka algerlega á öfluga sóknarmenn þeirra SR-inga og koma veg fyrir stungusendingar og kirsuberjatíningar á fjær bláu sem hefur verið einkennismerki þeirra síðustu misseri.

Mfl. SA -SR 6 - 0

Leik meistaraflokkanna var að ljúka með sigri SA með 6 mörkum gegn 0.  3.fl.leiknum lauk með sigri SR í vítakeppni 4 - 5, jafnt var eftir venjulegan leiktíma 4 - 4.  Meira seinna.

MONDOR skautabuxur

Ég á ennþá til mondor skautabuxur, einar  í x- small,  einar í small, einar í medium og einar í x - large. Ef ykkur vantar buxur þá endileg hafið samband.

Allý, allyha@simnet.is / 8955804

Fyrsti heimaleikur ársins á laugardaginn 16. janúar kl. 17,30

Á laugardaginn næsta kl. 17,30 mun Meistaraflokkur SA spila sinn fyrsta leik á árinu og spilar gegn SRingum sem töpuðu sínum fyrsta leik ársins síðastliðinn þriðjudag fyrir Birninum. Staðan fyrir leikinn er, SR 11 leikir 19 stig, SA 10 leikir 17 stig, Björninn 11 leikir 12 stig. Með sigrum sínum í síðustu 3 leikjum hafa Bjarnarmenn stimplað sig inn í slaginn um úrslitakeppnina og opnað stöðuna svo að nú verða liðin að fara að gefa allt í leikina til að tryggja sig inn í lokaslaginn.

RIG um helgina

Listhlaupadeild SA á 11 keppendur á Reykjavík International (RIG) sem fram fer um helgina, þar keppir meðal annarra Helga Jóhannsdóttir nýkjörin skautakona ársins 2009 hjá LSA, en hún keppir í flokki Novice A. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni www.rig.is Þá má fylgjast með úrslitum mótsins hér http://skautafelag.is/list/gogn/RIG2010/Urslit/index.htm.

Óskum okkar keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar.

Ógreidd mótsgjöld

Orðsending frá gjaldkera Krulludeildar.

Póstlisti LSA

Til að skrá sig á póstlista LSA skal senda tölvupóst með nafni foreldris, barns og æfingahóps á skautar@gmail.com. Við erum að fá þó nokkrar villumeldingar sem og að okkur vantar tölvupóstföng nokkurra aðila.