Íslandsmótið í krullu - tvö lið á toppinn

Önnur umferð deildarkeppni Íslandsmótsins í krullu fór fram í kvöld. Tvö lið eru taplaus eftir tvær umferðir.

Íslandsmótið í krullu: 2. umferð

Önnur umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Íslandsmótið í krullu - úrslit 1. umferðar

Íslandsmótið í krullu hófst í kvöld með fjórum leikjum. Enn og aftur lentu Svarta gengið og Garpar saman í fyrstu umferð móts.

Mondor skautabuxur

Var að fá Mondor skautabuxur í stærðum 8 - 10, 12 - 14 og x- small.

Allý / allyha@simnet.is - 8955804

SKAUTATÖSKUR

Því miður er einhver seinkun á munstruðu skautatöskunum en þær eru væntanlegar í byrjun febrúar, ég vona að það standist hjá framleiðanda.

kv. Allý

Íslandsmótið í krullu: 1. umferð

Fyrsta umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Fyrsta æfing fyrir opnunarhátíð Vetraríþróttahátíðar 2010

Eins og kom fram í fréttabréfi LSA núna í byrjun annar þá hefur LSA verið boðið að vera með opnunaratriði á Vetraríþróttahátíð 2010. Við munum setja upp 6-8 mínútna sýningu með öllum keppendum okkar í A, B og C flokkum. Hátíðin verður sett í Skautahöllinni 6. febrúar nk. Fyrsta æfingin verður nk. sunnudag 24. janúar milli 11 og 13 en þá viljum við fá A1, A2, B1, S og B2 á ísinn.

Barnamót um helgina og 2. flokkur

Töluvert verður um að vera um helgina og SA fólk á faraldsfæti.  Yngstu keppendurnir eru að fara á barnamót í Egilshöll, þ.e. 7, 6 og 5 flokkur og mun mótið standa frá laugardagsmorgni til hádegis á sunnudag.  Tveir leikir verða svo hjá 2. flokki, sá fyrri í kvöld en sá seinni á morgun og að þessu sinni verða mótherjarnir Bjarnarmenn.  Hart er barist í 2. flokki um Íslandsmeistaratitilinn og leikirnir um helgina munu gefa mikilvæg stig.

Krulla er auðveld íþrótt!

Það auðveldasta við krulluna er að hún krefst lítils hraða, lítils þors og lítils úthalds. Það erfiðasta er samhæfing sjónar og líkama - og leikskilningur. En hvar stendur krullan í samanburði við aðrar íþróttagreinar? Með þeim auðveldustu...

Ný könnun: Hvaða lið verður deildarmeistari í krullu?

Til hægri og neðarlega hér á síðunni er könnun sem allir geta tekið þátt í. Könnunin er að sjálfsögðu til gamans gerð. Spurt er: Hvaða lið verður deildarmeistari í krullu 2010?