Frábær útivist í Hrísey

Hér má skoða myndir frá útiskautunar ferð til Hríseyjar í dag sem 5., 6. og 7.fl. fóru ásamt foreldrum samtals 68 manna hópur. Veðrið lék við mannskapinn og Aðalsteinn Bergdal og Dísa tóku á móti hópnum af miklum rausnarskap og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir móttökurnar og aðstoðina. Nokkuð öruggt má telja að þessi ferð verði þátttakendunum lengi í minni.

2.fl. tapaði fyrir Birninum í morgun

Eftir að hafa spilað hörkuleik seint í gærkvöldi gegn SR þá höfðu þreyttir SA menn ekki erindi sem erfiði gegn óþreyttum Bjarnarmönnum í morgun kl: 9,00 og töpuðu 10 : 3.

2.fl. SR steinlá fyrir SA í kvöld 1 : 5

Þeir leika svo við Björninn í fyrramálið kl.9,00. Til hamingju strákar, þið getið þetta  ;O)

Útiskautaæfing í Hrísey

Það verður farið í fyrramálið 19. kl.8,55 frá skautahöllinni

Hríseyjarferð

Fyrirhuguð er útiskautaæfing til tilbreytingar í formi skautaferðar út í Hrísey með 5., 6. og 7. flokk.  Stefnt er að því að fara næsta sunnudag þegar veður leyfir og verður því fyrirvarinn e.t.v. stuttur.  Foreldrar og systkini eru að sjálfsögðu VELKOMIN í ferðina, en ekki er hægt að taka systkin með nema í fylgd foreldris. Við stefnum á næsta sunnudag 19. febrúar. ef veður verður skaplegt, en annars á næsta sunnudag sem á eftir kemur með góðu veðri.

Úrslit í leik 2.flokks í gær

Úrslit leiksins urðu þau að SR unnu með 9 mörkum gegn 5 mörkum SA manna.

2.fl. Suður í dag

Í dag Laugardag kl. 11 fer 2.fl. suður til að spila við SR kl. 19 í Laugardalnum. Við sendum þeim baráttukveðjur.

B og U mót!

Í gær fengu þeir iðkendur, sem fara á barna og unglingamótið í Reykjavík helgina 25. -26. febrúar, bréf heim þar sem beðið er um staðfestingu forráðamanns fyrir því að barnið fái að keppa.  Þessum miða þarf að skila á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar!  Á þessum miða er einnig að finna ýmsar upplýsingar varðandi ferðina.  Ef einhver var ekki mættur á æfingu í dag eða fékk ekki miða þá er hægt að nálgast upplýsingar hjá stjórninni!

Frestun á leik kvöldsins

Leiknum á milli Narfa og SA sem vera átti í kvöld samkvæmt útgefinni dagskrá hefur verið frestað.

Norðurlandamótið 2006

Á næstu dögum fer Audrey Freyja til Kaupmannahafnar að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti 2006.  Við óskum henni alls hins besta og góðs gengis!

Bautamóti lokið

Jæja, þá er Bautamótinu lokið og ég held að allir hafi skemmt sér hið besta og viljum við þakka gestunum kærlega fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.