Bautamóti lokið
05.02.2006
Jæja, þá er Bautamótinu lokið og ég held að allir hafi skemmt sér hið besta og viljum við þakka gestunum kærlega fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.
Þar sem allar æfingar falla niður laugardaginn 4. febrúar verða í staðinn aukaæfingar sunnudaginn 5. febrúar sem hér segir:
3. flokkur S/H milli 17 og 18
2. flokkur milli 18 og 19
1. flokkur milli 19 og 20
M flokkur milli 20 og 21
Laugardaginn nk. munu allar æfingar falla niður hjá öllum flokkum vegna hokkímóts, aukaæfingar verða auglýstar síðar!
Mánudaginn næsta munu iðkendur 4. flokks byrja að fara í gegnum skautum regnbogann.
Hér eru nánari upplýsingar um Skautum Regnbogann
Þjálfarar vilja minna iðkendur á að mæta ALLTAF 30 mínútum fyrir hvern ístíma til að hita upp. Það er bráðnauðsynlegt að hita upp til að fyrirbyggja meiðsli og hita líkamann upp, það er líka staðreynd að góð upphitun hefur mikil áhrif á framfarir.