Afís hjá 6. hóp í dag

Iveta vill bjóða 6. hóp aukaafístíma í dag milli 16:30 og 17:30.

Einkatímar

Meðan Iveta gestaþjálfari er hjá okkur mun hún bjóða upp á einkatíma. Takmarkaðir tímar eru lausir í höllinni og því mikilvægt að panta tímanlega ef áhugi er fyrir hendi. Einkatímarnir eru 30 mín. og kosta 2400 kr. Hægt er að panta einkatíma með því að hafa samband beint við hana á milli æfinga inn í höll eða í símann hennar 8411587 (hún skilur ensku vel).

Helga Margrét mun áfram bjóða upp á einkatíma sem hægt er að panta á milli æfinga niður í höll eða í gegnum e-mail: helgamargretclarke(hjá)gmail.com. 

Breytt staðsetning á ÍSS móti 5.-7. des 2008

Vegna breyttra aðstæðna hefur ÍSS ákveðið að mótið sem halda átti 5.-7. desember hér á Akureyri verður haldið í Skautahöllinni í Laugardal :

ÍSS Íslandsmeistaramót, Vetrarmót og Aðventumót

Verður haldið 5.-7. desember 2008.

Mótið fer fram í Reykjavik í Skautahöllinni í Laugardal

 Íslandsmeistaramót ÍSS Keppendur í eftirtöldum flokkum: Kvennaflokki A (Senior) Unglingaflokki A (Junior) Stúlknaflokki A (Novice)

Aðventumót Barnaflokkum: 10 ára og yngri B og 8 ára og yngri B

Vetrarmót ÍSS 12 ára og yngri A, 10 ára og yngri A og 8 ára og yngri A

 

Mammútar Gimlicup meistarar 2008

Mammútar tryggðu sér titilinn í kvöld

Úrslit 3.fl. leiksins í kvöld

SA drengir lögðu SRinga í leik kvöldsins með 8 mörkum gegn 3.

Úrslit Mfl. leiksins í kvöld

SA lagði SR öðrusinni í þessari heimsókn með 8 mörkum gegn 6.   GÓÓÓÓÐIR SA !!!!!!!!!!!!!!!!

3.fl. kominn til Reykjavíkur

Erum að renna í gegnum Mosfellsbæinn á leið í LitluHokkíbúðina, ferðin gekk vel þó færi væri misjafnt.

SR - SA úrslit kvöldsins

Var að fá þær fréttir að SA vann í kvöld með 7 mörkum gegn 2 SRinga.  Jón 3/0, Josh 1/1, Ingvar 1/1, Siggi 1/0, Helgi 1/0, Stebbi 0/2 og Sindri 0/1.  Góóóóðir SA !!!!!!!

SR - SA x 3 þessa helgi

Núna í kvöld spila SR og SA leik í Mfl. í Laugardalnum og svo aftur á morgun kl. 19,00 að ég held, en á eftir þeim leik um kl. 21,00 spila 3.fl. þessara liða. 3.flokkur SA mun leggja af stað frá Skautahöllinni á Ak. kl. 11,00 í fyramálið ef veður leyfir, mæting kl. 10,30.   ÁFRAM SA ......

Krulla á laugardagskvöld

Hraðmót á laugardasgskvöld