Aðalfundur foreldrafélags

Minnum á aðalfund foreldrafélags listhlaupadeildar SA miðvikudaginn 15. október. Fundurinn verður haldinn í fundarherbergi á 2. hæð Skautahallar og hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Skýrsla gjaldkera

3. Lög félagsins / Lagabreytingar.

4. Kynning/kjör á nýrri stjórn

5. Önnur mál.

 Hvetjum alla foreldra til að mæta

F.h foreldrafélags, Jóhanna K. Kristjánsdóttir.

´

Áríðandi fundur fyrir alla foreldra A-keppenda og 14 ára og eldri B- keppenda

Fimmtudagskvöldið 16. okt. kl. 20:00, verður fundur með foreldrum allra A -keppenda og 14 ára og yngri B - keppenda vegna keppnisferðar suður 7. -9. nóv. Fundurinn verður í fundarherberginu í skautahöllinni. Mikilvægt er að allir mæti því ræða þarf fyrirkomulag ferðarinnar.

Sjáumst hress

Stjórnin

Gimlicup fjórðu umferð lokið

Mammútar óstöðvandi

Breytt plan á meðan Helga Margrét er í englandi

Helga Margrét er nú á leið til Englands að fylgja eftir henni Helgu Jóhannsdóttur sem er að keppa fyrir Íslands hönd. Á meðan hún er úti þjálfa Guðný og Óla að mestu leiti. Annars verða suma tíma einfaldlega einhverjir úr stjórn. Helga hefur hins vegar skilið eftir greinagott æfingaprógramm sem ætti að vera okkur hinum sem eftir sitjum nokkuð ljóst. Hér má sjá breytingarnar

Breyttur afístími hjá 4. hóp

Afístíminn á mánudögum hjá 4. hóp verður nú færður á miðvikudag milli 16:35 og 17:05. Mæting hefur ekki verið nógu góð og því höfum við ákveðið að færa hann þannig að tíminn sé samliggjandi við ístímann þann dag. Vonum að þetta fyrirkomulag henti betur.

úrslit leikja gærkvöldsins

Kvennaleiknum lauk með sigri Bjarnarins 6 - 1  og 2.flokks leiknum lauk með sigri SA 3 - 4.

Haustmót ÍSS úrslit

Haustmót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina. 77 keppendur tóku þátt í mótinu frá Skautafélagi Reykjavíkur, Birninum og Skautafélagi Akureyrar. Mótið gekk vonum framar og stóðu norðlensku keppendurnir að vanda með stakri prýði. Félagið krækti í nokkur verðlaun á mótinu og eru hér úrslit í þeim flokkum:

Tölvupóstur frá Foreldrafélagi Hokkídeildar

EF einhverjir foreldrar telja sig ekki fá tölvupóst frá Foreldrafélagi Hokkídeildar SA eða vilja að pósturinn berist á fleiri netföng þá endilega látið vita á netfangið annaka@ejs.is Það sem var síðast sent á alla var dagatal foreldrafélagisns.

HM 50+ á Nýja Sjálandi í apríl 2009

Nánari upplýsingar um mótið undir erlend mót til vinstri á síðunni