Námskeið fyrir fullorðna á skautum

Skautanámskeið fyrir fullorðna byrjendur verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri, dagana 25. janúar, 1.febrúar, 15. febrúar og 22. febrúar kl:16:00-16:45. Námskeiðsgjald: 3.000.-

Lán á skautum og hjálmum innifalið í verði. Tilvalið fyrir foreldra, börnin geta leikið sér á almenningstíma á meðan foreldrarnir fá grunnæfingu á afmörkuðusvæði, með reyndum þjálfara.

Skráning og nánari upplýsingar: hildajana@gmail.com

Kæru iðkendur og foreldrar í 3.-7. hóp

Hér eru nokkur atriði sem þjálfarar vilja koma á framfæri:

Við viljum minna á afístímana, teygjur og skokk sem eru á tímatöflunum hjá 3.-7. hóp. Það hefur verið frekar slæm mæting hjá mörgum iðkendum og viljum við reyna að snúa því við. Þetta eru mjög mikilvægir tímar og líka skemmtilegir. Þjálfarar fylgjast vel með því hverjir eru að mæta og hverjir ekki. Þessir tímar eru nauðsynlegir fyrir alla iðkendurna (afístímatöflu til upprifjunar er að finna undir "lesa meira").

Klæðnaður á æfingum skiptir miklu máli. Klæðast skal þröngum buxum eða pilsi/kjól, þröngri hettulausri peysu eða langermabol, hár skal alltaf vera tekið vel frá andliti, alls ekki flegnir bolir eða mjög síðir bolir, treflar, klútar eða "stórir" skartgripir eða annað sem getur flækst, muna að koma í góðum íþróttaskóm á æfingar.

Hvetjum iðk til að fara snemma að sofa fyrir morgunæfingar bæði á fimmtudögum og sunnudögum.

Iðkendur þurfa að borða eitthvað létt ca. 1 ½ klukkustund áður en æfingar hefjast alla daga, nema á fimmtudagsmorgnum þá er í lagi að borða eitthvað lítið um leið og vaknað er, morgunæfingarnar þennan dag eru alltaf léttar.

Borið hefur á því að hlutir hverfi úr töskum, biðjum um að iðkendur komi ekki með verðmæti á æfingar og láti töskur og eigur annarra vera.

Minnum á opnu ístímana á föstudögum og sunnudögum.

Bráðlega verður auglýstur fundur fyrir iðkendur þar sem farið verður yfir gildi upphitunar, teygjuæfinga og afístíma, verður auglýst á heimasíðu og mikilvægt að allir mæti.

Hvetjum fólk til að fylgjast alltaf vel með heimasíðunni og mótaskrá.

 

Morguntími í fyrramálið

Nú hefjast aftur morguntímar á fimmtudagsmorgnum. Í fyrramálið, fimmtudagsmorguninn 22. janúar skulu þeir sem keppa í eftirfarandi keppnisflokkum mæta í morguntíma milli 6:15 og 7:15: Novice, 15 ára og eldri B, 12 ára og yngri A og 10 ára og yngri A. Næsta fimmtudag mæta svo 14 ára og yngri B, 12 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 8 ára og yngri B.

Minningarmót um Magnús Finnsson

Janúarmótið

Þrír leikir fóru fram í kvöld, einum leik frestað. Garpar efstir í A riðli og Víkingar í  B riðli.

Lokaleikir í riðlakeppni janúarmótsins.

Á morgun mánudag fara fram lokaleikir riðlakeppninnar í janúarmótinu.

Björninn - SA 2.fl. seinni leikur

Björninn lagði SA aftur nú áðan í seinni leiknum þessa helgi 4 - 1.    4.fl. vann báða sína leiki í dag, 5.fl.B vann líka báða sína leiki og 5.fl.A gerði eitt jafntefli og tapaði einum.

Frá Krullunefnd ÍSÍ -- Íslandsmótið í krullu 2009

Undankeppnin verður deildarkeppni og fjögur efstu lið fara í úrslitakeppni.

2.Flokkur fyrr í kvöld

leik Bjarnarins og SA í 2.fl. fyrr í kvöld lauk með sigri Barnarmanna 3 - 2

Gjaldkeri minnir á móta og félagsgjaldið.

Þeir sem eiga eftir að greiða mótsgjöldin eru vinsamlega beðnir um að gera það sem fyrst.