Karfan er tóm.
Já gott fólk stundin er runnin upp. 1 leikur í úrslitum hefst í dag kl 17:00. S.A. menn hafa verið að æfa af krafti síðustu daga bæði andlega og líkamlega, og bíða leikmenn spenntir eftir að fá að taka á s.r.-ingum. Ekki eru nein meiðsli að hrjá S.A. en þeir munu spila án Rúnars A.k.a Lurkurinn, A.k.a Rúnar Eff, en nóg er af leikmönnum til að fylla í skarðið. Ekki er vitað annað en að s.r. mætir með sitt lið.....nóg um það.
Við hvetjum ALLA að MÆTA og styðja sitt lið.
ÁFRAM S.A. !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
LÍTILL BANGSI
Enn er í óskilum eftir síðustu Reykjavíkur ferð lítill ljós bangsi í rauðum fötum, þú sem fékst hann á svellið ert beðin að ná í hann til mín ef þú villt hann..
KV. Allý, s- 8955804
Dregið verður um keppnisröð fyrir Akureyrarmótið þriðjudaginn 24. mars kl 18:30 í félagsherbergi Skautahallarinnar.
Hvetjum alla keppendur til að koma og draga.
Mótstjóri.
Einsog margir vita þá voru U18 að keppa í HM 3 deildar. Keppninn er þannig að aðeins eitt lið í 3 deild kemst upp í 2 deild, en úr 2 deild fara 2 lið upp í 1 deild.
Til að gera langa sögu stutta þá burstaði U18 þessa keppni og unnu flesta leiki með tveggja stafa tölu og þar af leiðandi urðu þeir heimsmeistarar 3 deildar. Skautafélag Akureyrar átti nokkra snillinga þarna og þeir eru.
Andri Freyr Sverrisson, Ingólfur Eliasson, Gunnar Darri Sigurðsson. Jóhann Leifsson, Hilmar Leifsson og Hilmir Guðmundsson.
Til hamingju strákar!!!