Dönsku stelpurnar (okkar) í úrslitum á HM.

Dönsku vinkonur okkar eru í úrslitum á HM í Kóreu. Frábær árangur hjá stelpunum. 

Skautabuxur

Er ekki einhvern sem vantar skautabuxur fyrir lítinn pening, ( þessar svörtu með tegju undir) er með 2 stk. nr. 12 - 14 mjög lítið notaðar og líta út eins og nýjar, aðeins 4000 kr stk. fyrstur kemur fyrstur fær.

Uppl. 

Gréta  í síma 866-4200

Marjomótið önnur umferð.

Önnur umferð Marjomótsins var leikin í kvöld. Stig og staða HÉR

3. Leikur í Úrslitum á Laugardaginn kl.17,00

Á laugardagin næsta fer fram 3. leikur í úrslitum hér á Akureyri. Eins og kunnugt er þá tapaði SA fyrsta leiknum og fer nú á eftir suður til Rvíkur að sækja sinn fyrsta sigur í Skautahöllina í Laugardal kl.19,00 í dag  (0;  Takið nú LAUGARDAGINN FRÁ OG MÆTIРSA TIL STUÐNINGS ALLIR SEM EINN.  ÁFRAM SA ..........

Keppnisröð á Akureyrarmóti

Undir lesa meira má sjá keppnisröðina á Akureyrarmótinu 29.mars nk.

Marjomótið heldur áfram á morgun miðvikudag.

Önnur umferð Marjomótsins verður leikin á morgun miðvikudag.

Áheitasöfnun!!

Maraþon vegna skautaæfingabúða á Akureyri í ágúst 2009
Vegna fyrirhugaðrar skautaæfingabúða hjá Listhlaupadeild skautafélags Akureyrar fyrir iðkendur í 3.-7. hóp, verður haldið skautamaraþon í einn sólarhring, þann 2.-3. maí. Vegna þeirra þá þurfum við að safna áheitum. Allir sem ætla hugsanlega að taka þátt í æfingabúðunum ættu að safna áheitum og jafnvel aðrir sem eru áhugasamir um maraþonið. Allir þurfa að skrá sig fyrir þann 1. apríl n.k.
Tekið verður á móti skráningum, föstudaginn 27. mars milli kl:17-18 í fundarherberginu á 2.hæð í skautahöllinni. Þeir sem ekki komast en hafa áhuga á því að vera með hafið samband við okkur sem allra fyrst.
Kristín artkt@internet.is s. 693-5120
Allý allyha@simnet.is s. 895-5804

Morgunæfingin á fimmtudag fellur niður!

Næsta fimmtudag eða þann 26. mars verðum við því miður að fella niður morgunæfinguna milli 6:30 og 7:15 hjá 5. 6. og 7. hóp. Munið samt eftir aukaæfingunum um kvöldið! :)

Æfingabúðir ÍSS í Reykjavík - umsóknarfrestur að renna út!

Enn er tími til að skrá sig í skautabúðir ÍSS sem haldnar verða í Reykjavík í júní - umsóknarfrestur rennur út 1. apríl!!!. Helga Margrét, yfirþjálfari, mælir eindregið með því að allir sem sjái sér fært að fara í búðirnar drífi sig. Sérstaklega þar sem í búðnum verður að hennar mati mjög fær þjálfari sem heitir Olga Baranova. Auk þess að lengja skautatímabilið eins og hægt er til að vera samkeppnishæf við önnur félög. Sjá í lesa meira.

Aukaæfing fyrir Akureyrarmót

Fimmtudaginn 26. mars verður aukaæfing fyrir Akureyrarmót hjá iðkendum í 5.-7. hóp. Undir "lesa meira" má sjá tíma og hópaskiptingu.