Karfan er tóm.
Á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember koma Bjarnarmenn í heimsókn og að þessu sinni munu þeir mæta Víkingum. Bjarnarmenn hafa níðst á Jötnunum í vetur og hafa náð í öll sín stig úr þremur viðureignum við þá. Nú er komið að því að þeir mæti stóra bróður og verða þeir ekki teknir neinum vettlingatökum.
Leikurinn hefst kl. 19:30 og gera má ráð fyrir hörku-viðureign enda mættust þessu lið í gríðarlega spennandi úrslitakeppni síðasta vor sem sællar minningar lauk með okkar sigri í fimmta leik í úrslitum.
Meðfylgjandi mynd tók Ási ljós í síðustu viðureign Jötna og Víkinga sem fram fór í síðustu viku.
Það bættust við tvenn verðlaun í flokkum 8C og 10C
Pálína Höskuldsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir piróettur
Marta María Jóhannsdóttir heiðursverðlaun dómara fyrir vogir
Þökkum farastjórum fyrir frábært starf og einnig eiga þjálfarar hrós skilið fyrir sína vinnu
sem var til fyrimyndar.
Einnig er vert að hrósa stúlkunum okkar enn og aftur fyrir frábæra framgöngu í ferðinni.