Íslandsmótið í krullu: Garpar og Mammútar leika um gullið

Mammútar unnu undanúrslitaleikinn gegn Fífunum og leika gegn Görpum um Íslandsmeistaratitilinn.

Skemmtilegur leikur við finnana

Á fimmtudagskvöldið spiluðum við við finnska liðið Storm og það er skemmst frá því að segja að við átti ekki mikla möguleika gegn þeim.  Við náðum ekki að tefla fram okkar sterkasta liði en leikmenn eins og Ingvar, Orri, Stebbi, Gunnar Darri og Steinar voru ekki með okkur en í staðinn fengu ungir og efnilegir leikmenn að reyna sig, sumir að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki.  Leikurinn var engu að síður mjög skemmtilegur og það er alltaf gaman að spila við ný lið enda ekki oft sem við mætum öðrum andstæðingum en kunningjum okkar sunnan heiða. 

Íslandsmótið i krullu: Garpar beint í úrslitaleikinn

Garpar unnu slaginn gegn Mammútum og fara beint í úrslitaleikinn. Fífurnar unnu Víkinga.

Íslandsmótið í krullu 2010 - leikið til úrslita í dag

Úrslitaleikir Íslandsmótsins í krullu fara fram í Skautahöllinni á Akureyri í dag og hefjast kl. 16.30.

SKAUTATÖSKUR SÝNDAR Í HÖLLINNI

Á morgunn laugardag verður Helga úr R.vík með skautatöskur til sýnis og sölu í skautahöllinni milli kl. 10:30 og 13:00.

Nán. uppls. Allý , s-8955804, allyha@simnet.is

Íslandsmótið í krullu: Keppt um Wallace-bikarinn í níunda sinn

Um helgina verður keppt til úrslita um Íslandsmeistaratitil í krullu - Wallace-bikarinn, sem gefinn var Íslendingum af Tom og Sophie Wallace í Seattle í Bandaríkjunum. Þessir frumkvöðlar að upptöku krulluíþróttarinnar á Íslandi eru báðir látnir, Sophie lést síðastliðið sumar í hárri elli. Keppt er í níunda sinn um þennan bikar.

Íslandsmótið í krullu 2010 - úrslitakeppnin hefst í kvöld

Úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu 2010 hefst í kvöld, föstudagskvöldið 26. mars, kl. 22 í Skautahöllinni á Akureyri.

SA mætir finnsku liði

Á morgun fimmtudag kl. 19:00 fer fram leikur á milli karlaliðs SA og liðs frá Finnlandi sem heitir Storm.  Lið þetta er á ferðalagi um heiminn í þeim tilgangi að spila við hin og þessi lið og hafa þeir ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni.  Liðið spilaði tvo leiki við íslenska landsliðið í Laugadalnum um síðustu helgi og landsliðið vann báða leikina, þann fyrri 6 - 4 og þann seinni 3 - 2.

Liðið er semsagt býsna sterkt og því má reikna með hörkuleik hér í Skautahöllinni á morgun og því um að gera fyrir fólk að fjölmenna í höllina og horfa á skemmtilegt hokkí en þess má geta að aðgangur er ókeypis.

Eldri unni yngri 6 - 4

Í gærkvöldi mættust eldra og yngra kvennalið SA í 5. umferð Íslandsmótsins.  Leikurinn var jafn og spennandi en þær eldri sigu frammúr á endasprettinum og tryggðu sér tveggja marka sigur.  Fyrsta mark leiksins skoraði Guðrún Blöndal eftir sendingu frá Söruh Smiley.  Bergþóra Bergþórssdóttir jafnaði leikinn skömmu fyrir lok fyrstu lotu eftir sendingu frá Evu Maríu.  Staðan var því jöfn eftir fyrstu lotu.

Helga Margrét í 2.ára námsleyfi

Yfirþjálfari LSA, Helga Margrét Clarke, fer í tveggja ára námsleyfi til Reykjavíkur frá og með næsta hausti. Hún mun hins vegar starfa áfram sem yfirþjálfari deildarinnar og mun væntanlega koma norður að þjálfa einu sinni í mánuði, sem og í fríum.  Deildin mun hins vegar finna annan/aðra þjálfara til að leysa hana af í allri almennri þjálfun á þessu tímabili.