Íslandsmótið í krullu: 10. umferð

Tíunda umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.

Fullorðinsnámskeið

LSA ætlar að bjóða upp á fullorðinsnámskeið á skautum, sjá með því að smella á auglýsinguna hér við hliðina á.

Stóra stundin að renna upp ! ÚRSLITAKEPPNIN HEFST NÚNA Á FIMMTUDAGINN 4. mars

Á fimmtudaginn 4. mars kl. 19,00 hefst hér í Skautahöllinni á Akureyri Úrslitakeppni til Íslandsmeistaratitils í Meistaraflokki karla í Íshokki. Til úrslita spila Skautafélag Akureyrar sem eru sigurvegarar Deildarinnar og Skautafélagið Björninn sem eftir ótrúlegan endasprett í Deildinni tryggðu sér réttinn til að spila við SA um Íslandsmeistaratitilinn. Annar leikur keppninnar fer svo fram hér í Skautahöllinni á föstudaginn 5. mars kl. 17,00. Þriðji leikurinn er svo í Egilshöllinni heimavelli Bjarnarins á sunnudag kl. 14,00 og verður sýndur beint á RUV. Úrslitakeppnin er allt að 5 leikir og vinnur það lið sem fyrr sigrar í þremur. Fjórði leikur er svo áætlaður í Egilshöll á mánudag og sá fimmti í Skautahöllinni á Akureyri á miðvikudaginn þar á eftir. Deildarkeppnin þetta tímabil var ótrúlaga jöfn og það réðst ekki fyrr en í síðustu leikjunum hverjir kæmust í Úrslitin, svo það er hægt að lofa gríðarlegri stemmingu og baráttu í þessum leikjum og NÚ SKORUM VIÐ Á YKKUR NORÐLENSKA HOKKÍUNNENDUR AÐ MÆTA OG HVETJA YKKAR MENN.  ÁFRAM SA ..........

Íslandsmótið i krullu: Aldrei jafnara

Tvö efstu liðin töpuðu en þrjú þau neðstu unnu leiki sína í níundu umferð deildarkeppninnar í kvöld. Aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði. Fimm umferðum ólokið.

Frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga :)

Iðkendur fá frí frá morgunæfingum næstu 2 þriðjudaga og einnig Laugargötu!

Æfingar dagana 3.-9. mars

Helga Margrét þjálfari verður fjarverandi dagana 3. - 9. mars. Undir lesa meira má finna æfingaplan yfir þá daga sem hún verður fjarverandi.

Mikil framför í skautaíþróttinni hér á landi.



Íslandsmót barna- og unglinga í listhlaupi á skautum fór fram um helgina. 74 skautarar tóku þátt í mótinu frá þremur félögum Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar tóku þátt, en keppt var í 11 flokkum. Sjá má augljósar framfarir í heildina meðal allra félaga og íslenskir skautarar greinilega á hraðri uppleið, en íþróttin er mjög ung. Skautasamband Íslands fagnaði um helgina 15.ára afmæli sínu en einungis 10 ár eru frá því að skautahöll var reist á Akureyri.. Skautafélag Reykjavíkur hampaði flestum gullmedalíum á mótinu, en fulltrúar Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar náðu hins vegar ágætum árangri og tryggður sér 7 verðlaun af þeim 17 sem félagið gat náð í.


Meðfylgjandi er mynd af flokki Noveice B, en þar er Urður Frostadóttir SA í 1.sæti

Íslandsmótið í krullu: 9. umferð

Níunda umferð Íslandsmótsins fer fram í kvöld.