Æfingar fram að vorsýningu

Æfingar fyrir alla C hópa verða á sínum stað á laugardagsmorgun. A og B hópar geta komið á ísinn á sunnudagsmorgun milli 9 og 11 og farið yfir atriðin sín í síðasta sinn fyrir sýninguna. Allir iðkendur skulu svo mæta ekki seinna en kl. 17:00 á sunnudaginn, sýningin byrjar 17:30. Ratleikur fyrir alla iðkendur verður strax að lokinni sýningu og foreldrafélagið býður iðkendum upp á eitthvað að borða.

Ice Cup: Eitt lið hætt við út af truflunum á flugsamgöngum

Eyjafjallajökull er enn helsta áhyggjuefni krullufólks í sambandi við þátttökuna í Ice Cup.

Fjáröflun þrifpakkar - skil á maraþoni

Vonandi gengur sala á þrifpökkunum vel, skila á blöðunum á maraþoninu um þarnæstu helgi og ætti síðan að taka 10 daga að fá pakkana afhenta. Fundur um Ostrava, kostnað og frekari fjáröflun verður síðan haldinn í kjölfarið.

Áheitasöfnun fyrir maraþon

Skauturunum hefur verið skipt niður á fyrirtækin til að safna áheitum.

Ice Cup: Gosið hefur undarlegar afleiðingar

Gosið í Eyjafjallajökli hefur eða gæti haft áhrif á ferðir þeirra sem eru að koma á Ice Cup. Enn standa þó vonir til þess að allir komist til landsins.

Æfingar samkvæmt tímatöflu sumardaginn fyrsta

Æfingin milli 15 og 16 verður á sínum stað í dag :)

Ice Cup: Þátttökugjald og skráning á lokahóf

Frestur til að greiða þátttökugjaldið á Ice Cup er miðvikudagurinn 28. apríl. Greiða þarf fyrir heilt lið í einu.

Afíspróf hjá Söruh Smiley - síðasti séns!

Á morgun miðvikudaginn 21. apríl verða afíspróf hjá Söruh Smiley fyrir þá sem eiga þau eftir.

A2 og B2 (þeir sem áttu prófin eftir) og A1 milli 16:20 og 17:20.

B1 milli 17:20 og 18:20. 

 

Rúmlega áttræð á HM 50+, ýmsir í hremmingum vegna gosöskunnar

Rúmlega áttræð kona keppir fyrir Bandaríkin á HM eldri leikmanna. Hóf að leika krullu um fimmtugt. 

Morgunístími og Laugargata

Það verða engar æfingar á morgun þriðjudaginn 20. apríl.