11.03.2014
Í kvöld, þriðjudagskvöldið 11. mars, mætast Víkingar og SR í mfl. karla á Íslandsmótinu í í shokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30.
10.03.2014
Fyrsta umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu verður spiluð í kvöld, mánudagskvöldið 10. mars. Þá mætast Garpar og Mammútar annars vegar og Ice Hunt og Freyjur hins vegar.
09.03.2014
Lið SA sigraði lið Bjarnarins með fimm mörkum gegn engu í öðrum úrslitaleik liðanna á Íslandsmóti kvenna í íshokkí í kvöld og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 13. sinn.
09.03.2014
Hin kornunga Ísolf Fönn Vilhjálmsdóttir varð í öðru sæti í sínum flokki á listhlaupsmóti í Ungverjalandi um helgina. Níu stúlkur frá SA tóku þátt í mótinu.
09.03.2014
Í kvöld kl. 19.00 mætast SA og Bjönrinn í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er annar leikur í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna og getur lið SA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í kvöld.
09.03.2014
Kvennalandslið íslands í íshokkí heldur bingó í sal Lionsklúbbins Hængs, Skipagötu 14, í dag kl. 13.00. Allur ágóði fer í undirbúning fyrir þátttöku í Heimsmeistaramótinu sem liðið tekur þátt í síðustu vikuna í mars.
08.03.2014
Víkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn og oddaleiksréttinn í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Birninum í dag. Fyrsti leikur í úrslitakeppninni verður á fimmtudagskvöldið kemur.
08.03.2014
Í dag kl. 17.30 mæta Víkingar Birninum í deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí. Með sigri eða framlengingu tryggja Víkingar sér deildarmeistaratitilinn. Tapi Víkingar fá þeir tækifæri til að tryggja sér titilinn og oddaleiksréttinn á þriðjudagskvöld þegar lið SR kemur norður.
06.03.2014
Lið SA gerði sér lítið fyrir og sigraði deildarmeistara Bjarnarins í Egilshöllinni í fysta leik úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í íshokkí í kvöld. Ragnhildur Kjartansdóttir og Sarah Smiley skoruðu mörk SA. Liðin mætast aftur sunnudaginn 9. mars kl. 19.00 í Skautahöllinni á Akureyri.
06.03.2014
Vegna vetrarfría í skólum verður opið fyrir almenning á svellið í dag, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13-15. Venjulegur almenningstími verður síðan á föstudag, laugardag og sunnudag.
Minnum á gjaldskrá Skautahallarinnar.