Íslandsmótið í krullu: Mammútar í úrslit

Mammútar sigruðu Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu, 9-8, í framlengdum leik þar sem úrslitin réðust á síðasta steini í aukaumferð.

Undanúrslit Íslandsmótsins: Mammútar - Ice Hunt

Í kvöld, mánudagskvöldið 17. mars, mætast Mammútar og Ice Hunt í undanúrslitum Íslandsmótsins í krullu 2014.

2-0!!

Víkingar eru komnir í þá stöðu að geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í þremur leikjum eftir glæsilegan sigur í Egilshöllinni í kvöld. Fimm mörk gegn engu á fimmtíu mínútum áður en Björninn komst á blað.

Átta gullverðlaun á Vetrarmóti ÍSS!

Listhlaupsstelpur úr SA komu, sáu og sigruðu á Vetrarmóti Skautasambandsins sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Skautafélag Akureyrar átti keppendur í níu flokkum og unnu stelpurnar til gullverðlauna í átta þeirra.

Leikur gærkvöldsins kominn inn á ishokki.tv

Upptaka Reynis Sigurðssonar af leik Víkinga og Bjarnarins í úrstliakeppni Íslandsmóts karla í íshokkí, sem fram fór í gærkvöldi, er komin inn á vefinn ishokki.tv.

1-0

Þrátt fyrir að hafa oft leikið betur náðu Víkingar á endanum að leggja Björninn að (s)velli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í íshokkí.

Úrslitakeppni karla: Víkingar mæta Birninum í kvöld

SA Víkingar taka á móti Birninum í kvöld kl. 20.00 í úrslitakeppni Íslandsmótsins í íshokkí. Þetta er fyrsti leikur liðanna. Vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum.

Víkingar - Björninn - FRESTAÐ TIL KL. 20 Á FÖSTUDAGSKVÖLD

Leik Víkinga og Bjarnarins, sem vera átti í dag kl. 19.30, hefur verið frestað til morguns. Nýr leiktími er kl. 20.00 föstudagskvöldið 14. mars. Skautadiskó fellur því niður vegna þessa.

Öruggur sigur deildarmeistaranna

Deildarmeistarar Víkinga unnu öruggan átta marka sigur á SR-ingum í lokaleik deildarkeppni Íslandsmóts karla í íshokkí í gær. Víkingar enduðu deildina með átta stiga forskoti á Björninn.

Íslandsmótið í krullu: Garpar í úrslitaleikinn

Garpar sigruðu Mammúta og Ice Hunt sigraði Freyjur í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmótsins í krullu í gærkvöldi.