12.05.2016
Aðalfundur Krulludeildar SA verður haldinn fimmtudaginn 19. maí
11.05.2016
Aðalfundur listhlaupadeildar SA verður haldinn í Síðuskóla (gengið inn á sama stað og í íþróttahúsið) fimmtudaginn 19/5 2016 og hefst hann klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins
1. Kosinn fundarstjóri og fundarritari
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórn deildarinnar gefur skýrslu um fjárhag deildarinnar og leggur fram endurskoðaða reikninga.
4. Kosning stjórnar (fimm aðalmenn og tveir vara).
5. Önnur mál
1. Kynning á umsækjendum um stöðu þjálfara hjá deildinni og stöðu mála í ráðningum.
Óskað er eftir framboðum í stjórn.
11.05.2016
Aðalfundur Hokkídeildar Skautafélags Akureyrar verður haldinn í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19, þriðjudaginn 17. mai kl. 20,00. Fundarefni verður venjubundin aðalfundarstörf. Stjórnin.
20.04.2016
4. flokkur Skautafélags Akureyrar lenti í öðru sæti á Iceland Ice Hockey Cup sem fram fór í Laugardal um helgina. Liðið vann alla leiki sína í riðlinum og undanúrslitum en tapaði í spennandi og vel spiluðum úrslitaleik gegn Norska liðinu Hasle/Loren.
15.04.2016
4. flokkur SA heldur í dag til Reykjavíkur og keppir þar á alþjóðlega mótinu Icelandic Ice Hockey Cup U13 sem stendur frá föstudegi til sunnudags. Á mótinu verða auk íslensku liðanna Hasle Loren frá Noregi. Hér að neðan má sjá dagskrá mótsins.
15.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí sem keppir á heimsmeistaramótinu á Spáni þessa daganna mætir heimaliði Spánar í dag og hefst leikurinn kl 18.00. Þetta er jafnframt síðasti leikur Íslands í mótinu en útsendinguna má finna hér.
14.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Serbíu í dag á HM á Spáni en leikurinn hefst kl 14.30. Leikurinn er sýndur beint hér.
11.04.2016
Karlalandsliðið í íshokkí sigraði Kína á HM í gær með 7 mörkum gegn 4 og tylltu sér þannig í þriðja sæti riðilsins, stigi á eftir Belgum og Hollandi. Jóhann Már Leifsson skoraði tvö mörk í leiknum en Ingvar Þór Jónsson átti einnig tvær stoðsendingar í leiknum og Hafþór Andri Sigrúnarson eina.
10.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir Kína í dag í öðrum leik sínum á HM sem fram fer á Spáni. Leikurinn hefst kl 14.30 og er sýndur beint hér.
08.04.2016
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí hefur keppni á HM í Jaca á Spáni á morgun þegar liðið mætir Belgíu í fyrsta leik mótsins. Þessi lið mætust einnig í fyrsta leik á HM á síðasta ári sem fram fór í Reykjavík en þá hafði Ísland betur 3-0 en Ísland hafnaði í fimmta sæti á mótinu en Belgía í öðru sæti. Leikurinn á morgun hefst kl 11.00 á íslenskum tíma og er sýndur beint hér.