20.02.2016
SA Víkingar unnu sigur í jöfnum og spennandi leik í fyrsta leik úrslitakeppninnar í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöld. Annar leikurinn fer fram á morgun sunnudag í borginni en þetta er í fyrsta sinn sem Esja heldur heimaleik í úrslitakeppninni og byrjar leikurinn kl 17.00.
20.02.2016
Fyrsti úrslitaleikurinn í meistaraflokki karla í Hertz Deildinni í Íshokki sem spilaður var í gærkvöldi er nú tiltækur á netinu.
19.02.2016
SA Víkingar mæta Esju í fyrsta leik úrslitakeppninar í íshokkí í kvöld, 19. febrúar kl 19.45 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar sem urðu deildarmeistarar á dögunum eiga heimaleikjaréttinn en Esja varð í öðru sæti eftir að hafa leitt deildina lengi vel. Esja er í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins en leikmenn hennar hafa þó töluverða reynslu af henni. Leikir þessarar liða hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í vetur en búast má við all svakalegum leikjum þar sem rjóminn af bestu leikmönnum deildarinnar takast á um hinn margrómaða Íslandsmeistaratitil í íshokkí.
17.02.2016
SA sigruðu rétt í þessu Björninn í annað sinn í úrslitaeinvígi og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum í Egilshöll lauk 3-1 þar sem Kolbrún, Sunna og Linda skoruðu mörkin en Sarah Smiley lagði upp tvö þeirra. Til hamingju stelpur! Bikarinn skilar sér heim í nótt og geta áhugasamir notið návistar við hann í Skautahöllinni á morgun.
17.02.2016
Að venju var leikurinn sýndur beint á SA TV og myndbandið komið á netið.
16.02.2016
SA Víkingar taka á móti Birninum í síðasta leik sínum í deildarkeppninni í kvöld kl 19.45 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar eru nú þegar orðnir deildarmeistarar og hafa tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni sem hefst næskomandi föstudag. Björninn hefur þó að einhverju að keppa en þeir geta með sigri komist í úrslitakeppnina en þurfa einnig að treysta á hagstæð úrslit úr leik Esju og SR.
16.02.2016
SA vann Björninn örugglega í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna á Akureyri í gærkvöld, lokatölur 10-2. SA geta nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik sem fram fer í Egilshöll á miðvikudag.
16.02.2016
Upptakan er komin upp á vimeo.
15.02.2016
Síðustu leikir Gimli mótsins verða leiknir á miðvikudaginn 17. feb.
15.02.2016
Fyrsti leikur í úrslitum Hertz deildar kvenna fer fram í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri en leikurinn byrjar kl 19.30. SA mætir þar Birninum en Ásynjur og Ynjur hafa nú sameinast undir nafni Skautafélagsins en þessi lið voru í efstu tveimur sætum deildarinnar en Björninn í því þriðja.